miðvikudagur, apríl 12, 2006

...þvílík ævintýri sem verða á vegi manns þegar ferðast er með strætó. Í dag var allt stopp við Sóleyjargötuna því lítil og krúttleg gæsafjölskyla ákvað að taka þriðjudagsheilsubótargönguna úti á miðri götu. Kjöguðu þarna um og ákváðu svo að fara alveg yfir og sennilega fá sér sundsprett í Tjörninni. Ég var í svo góðu skapi að þetta amaði mig ekkert en ég held að strætóbílstjórinn hafi verið orðinn frekar óþreyjufullur þó hann hafi ekki byrjað að flauta.

Skrapp og lét klippa á mér lubbann svo austfirðingar myndu ekki flýja fjórðunginn þegar ég mætti á staðinn. Er ofboðslega fín og flott núna eða vona það amk! ;) Svo þurfti ég að heimsækja Kringlunna einu sinni í viðbót, var ekkert sérstaklega hress með það. Þurfti að ná í pilsið sem ég var að láta laga. Rakti nefnilega faldinn á því niður þegar ég fór á klósettið um daginn, lítill endi hafi flækst í sokkabuxunum og áður en ég vissi af var hálfur faldurinn kominn niður og ég á veitingahúsi! Alltaf jafn heppin. Tékkaði líka á hvort skórnir sem ég labbað sólana af á innan við 2 vikum væru komnir úr límingu en var ekki svo heppin. Eins gott að þessi líming haldi annars kemur ekki kát Sirrý að kvarta við verslunarstjóra Centrum í Kringlunni.

Er búin að henda þessum fáu tuskum sem við Gunnar ætlum að taka með okkur austur ofan í tösku. Ef fötin hans Gunnars væru ekki svona stór hefðum við getað tekið helmingi minni tösku með okkur. Tekur Síbería við fólki í minnkun? Líka búin að fjárfesta í bílveikistöflum og verkjatöflum. Tók upp á því á gamalsaldri að verða bílveik en vona að það sé bara eitthvað tímabundið. Er líka búin að vera með endalausan hausverk í alltof marga daga svo ég þorði ekki annað en að kaupa verkjatöflur, er nenfilega viss um að þurfa ekkert að nota þær ef þær eru í veskinu! :) En er farin að kúra verð að vera hress fyrir keyrsluna á morgun, ótrúlega heppin að hafa ekki bílpróf og geta bara tekið rosalegar bílveikistöflur sem svæfa mann og sofið alla leiðina. Stundum er lífið ljúft í ömurleika sínum...

1 ummæli:

gummo sagði...

Góða ferð ; ) og gleði í firðinum...hlakka til að sjá þig ný klippta og sýna þér mig ný klippta knúsi