laugardagur, janúar 28, 2006

...það var kominn tími á einn góðan dag eftir alla þessa hræðilegu daga og nætur sem ég hef átt undanfarið. Pabbi karlinn kom í borgina í dag, reyndar ekki í neinum gleðierindum því hann var hjá lækni að láta skoða augað sem hann fékk eitthvað drasl í betur. En við erum búin að labba borgina fram og aftur, drekka kaffi, borða með Gunnari og spjalla helling. Voðalega notalegt og skemmtilegt.

Þar sem ég hef átt marga slæma daga í röð hef ég ekki frá mörgu að segja, amk ekki sem mig langar að segja. Það helsta af því sem er ekki niðurdrepandi er:
*Strákarnir vöskuðu upp!!! *JEIJ*
*Ég neitaði að hjálpa þeim og bar fyrir mig miklar hreingerningar og uppvösk fyrr í mánuðnum sem ekkert tillit var tekið til!
*Horfði upp í loftið.
*Horfði á dvd.
*Horfði á Gunnar.
*Horfði í spegil.
*Horfði inn á við.
*Horfði á bók, nennti ekki að lesa hana!
*Spilaði BubbleShooter á leikur1.is og varð úr því ég er rangeygð þegar ég var alveg að ná metinu hans Gunnar! *SVEKKJ*
*Fór í langt, heitt, gott og mjög þarft bað einn daginn! Ykkur til ánægju hef ég haldið hreinkunni (er það ekki orð eins og brúnka???) við síðan svo það er óhætt að hita mig!! ;)

Sko mikið að gerast alltaf hreint, fer alveg að verða meira að gerast hjá mér. Bíðiði ekki spennt eftir að vita hvað það verður? Það er ég viss um...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég á líka svona daga núna...en ég nýt þess í botn...því að ég veit að um leið og það er mikið að gera á ég eftir að sakna svona "tómra" daga;)....svooo gott að eiga tíma til að líta inn í sig:D

Magdalena sagði...

þúd svo mikil dúlla!