mánudagur, apríl 10, 2006
...þessi fyrsti virki dagur í páskafríinu mínu byrjar ekki vel. Vaknaði kóf sveitt einhverntímann í morgun, blautt rúm og allur pakkinn. Ætlaði í sturtu áðan og þá er ekkert heitt vatn svo ég varð að þvo mér með köldum þvottapoka og vonast til að komast í bað í kvöld. Þá var komið að því að seðja hungrið, cherriosið var komið í diskinn og þá er engin mjólk til. Átti að eiga amk eina óopnaða fernu. Hef sterkan grun um að Bogi hafi drukkið hana alla. Ekkert brauð til í húsinu svo ég er að drekka ananas trópi og borðaði páskaegg númer 1 sem tengdó gáfu mér í mogunmat! Getur þessi dagur orðið verri? Hann stefnir í það, er að fara að láta laga pils sem ég rakti óvart niður faldinn á því spottinn flægtist í sokkabuxunum mínum og er að fara að kvarta út af skóm sem ég keypti um daginn og sólinn er að detta af þeim. Ekki sátt við að borga næstum 6000 kall og nota skóna í örfá skipti og þeir bara að verða ónýtir. Svo eru sokkabuxurnar mínar götóttar á tánum og hárið á mér er ógeðslega úr sér vaxið og skítugt, bandið er alltaf að losna af brjóstahaldaranum mínum og það vantar ljósaperur í þvottahúsið, þurrkerherbergið og í útiljósið. Haldið ykkur frá mér í dag!! URG...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli