þriðjudagur, júní 13, 2006

...tja best að blogga um djamm eins og venjulega! Ætlaði að eiga þessa fínu og rólegu helgi en Þóra var ekki alveg á þeim buxunum og hélt eitt stykki innfluttningspartý. Þar var mikið stuð og fullt af nýju fólki til að kynnast. :) Skemmti mér amk vel allstaðar nema á leiðinni í bæjinn en þá var ég að þrasa við Björn sem ég leigji með, það gerist oft en núna er ég búin að fá nóg!!! Skellti mér á Kaffi Vín til að heilsa upp á Gunnar og Helga sem er að fara að gifta sig og hringdi svo í Klemens sem var farinn heim og lét hann snúa við og við hittumst á Hressó og dönsuðum fram á rauðan morgun. Gaman gaman gaman :D

Núna er ég þvottateroristi, búin að þvo í alla nótt því ég ætla að hafa allt hreint þegar ég fer til Danmerkur. Nenni ekki að koma heim í yfirfulla þvottakörfu og plús það að ef ég þvæ ekki langar mig pottþétt að hafa eitthvað með mér sem er skítugt og það er bara ávísun á bömmer! Ekki það að ég ætli að taka mikið með mér en ég ætla að hafa stóra tösku með svona ef ég skildi finna eitthvað fallegt í búðunum!! :D

Jájájá sólarhringurinn öfugur því ég tók dvd-flipp og kúrði allan sunnudaginn (sökum *hóst hóst* augnverkja) og allan gærdaginn upp í sófa og dottaði. En ætla að fara að lúlla núna svo ég geti vaknað eldhress um tvö-leitið. Þvottavélin snýst á fullum hraða og ég hef ekkert annað að gera en að ZZZzzzzZZZzzzzzzZZZZZZ...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er alltaf soldið gaman að þrasa við Bjössa, til þess er drengurinn jú:)