...kemur sennilega engum á óvart að síðan ég bloggaði síðast er ég búin að vera veik í marga daga!! Er orðin svo þreytt á þessu að þið trúið því ekki, það er fínt að vera heima einstaka sinnum og borða ís en ekki að vera heima í marga daga og halda engu niðri nema ís!!!
Byrjaði á nýrri lotu í skólanum í gær, er bara í þýsku núna því ég er búin með hina áfangana sem krakkarnir í bekknum eru í. Það er einhver íslenska og efnafræði og svo ég hef það bara fínt og mæti frá 14-16 mán, mið og föst og svo 2 klst einhverntímann yfir daginn á þrið og fimm. Ljúfa lífið hjá mér amk skólalega séð. Ætla að nýta þennan tíma í að reyna að byggja mig upp andlega og vera dugleg í ræktinni svo líkaminn verði stinnur og sterkur. Nokkrar ástæður sem liggja að baki ræktarátaki, langar að líta betur út, langar að líða betur andlega, langar að vera öruggari með líkamann minn og svo ein svona yfirborðskennd því mig langar að hafa fallega leggi í sumar ef það skuldi verða nógu gott veður til að sleppa sokkabuxunum þegar ég spígspora um allt í pilsi. Hmmm ekki að ég sé ekki í pilsi á nánast hverjum degi (like mother, like daugther, líkur sækir líkann heim og allt það) en þá koma þykkar svartar sokakbuxur sér ákaflega vel til að hylja mestu gallana. :)
Nördaskapurinn fer ekkert minnkandi og horfi ég á Star Trek Deep Space Nine af mikilli áfergju þessa dagana og glápi á Battlestar Galactica inn á milli, vill ekki horfa á orf mikið af því í einu því það eru bara komnar 2 þáttaraðir! :P Og þar sem Nerd is the New Cool þá spyr ég eins og fávís kona og auglýsi eftir fólki til að læra Klingonsku með mér. "Is there a word for loneliness in Klingon? Ahhh yes "GARDAK!!!" Hihihihi man einhver eftir þessum Simpsons þætti...
2 ummæli:
sko... ég var að pæla... hefur mamma þí einhverntínan verið heilann dag í buxum og flatbotna skóm? :S
...já í buxum en veit ekki með þetta tvennt saman, inniskórnir eru samt ekkert háir bara ekki alveg flatir þú veist svona millivegur. Svo voru auðvitað fiskvinnslustígvélin góðu sem við þekkjum allar og "elskum". En já eins og ég segji bara veit ekki með þetta tvennt saman. Hvað segir þú elsku mamma???
Skrifa ummæli