föstudagur, febrúar 03, 2006

...gleði fréttir í dag, ég byrja í menntaskólanum Hraðbraut 13.febrúar næstkomandi. :) Það passaði akkúrat að ég mundi byrja þá miðaða við hvað ég er búin með og hvert þau sem verða með mér í bekk eru komin. Ég hlakka voðalega til en kvíði líka fyrir. Langar svo að standa mig núna og ég held að ég geri það núna því þessi skóli er byggður þannig upp. Hann notar lotukerfi þar sem 3 áfangar eru teknir fyrir í 4 vikur, svo eru próf 5. vikuna og 6. vikuna er frí ef maður nær prófunum en annars upptökupróf. Svo fer þetta annan hring o.s.frv.. Dagarnir hjá þeim eru líka þannig settir upp að á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum eru kennslustundir, 2 klst fyrir hvern áfanga en á þriðjudögum og fimmtudögum er mætingaskylda til að læra sjálfstætt. Finnst ykkur þetta ekki hljóma vel? Þannig að frá og með 13.febrúar og þangað til í júní verð ég að vera í skólanum frá 8:30-16:05 alla virka daga, amk þegar það eru kennsluvikur...

6 ummæli:

Magdalena sagði...

Sirrý Sirrý, she´s my man, if she can´t do it, noone can!! *flaut* *blístur*

Nafnlaus sagði...

nú líst mér á þig kella! :D ég veit þú átt eftir að standa þig með prýði, I have no worries :) Svo er svo langt síðan ég sá þig síðast, farðu endilega að láta sjá þig :) mamma er reyndar farin út til dk :( þannig að hún eldar ekki í bráð, en hver veit nema ég hendi einni eða tveimur pizzum fram úr erminni einhvern tímann við tækifæri! :)

Nafnlaus sagði...

til hamingju....hvað tekur það þig þá langan tíma að klára stúdentinn????

Sirrý Jóns sagði...

...þá klára ég vorið 2007 :) Rosa stutt í það!

Lýst vel á að koma og borða pizzu, gætum nú bara öll hjálpast að, ég er rosalega góð að... ömmmmmm... nota dósaopnara!!! ;)

gummo sagði...

iss piss þú getur nú gert fleira en að munda dósaopnarann.......t.d. gengið frá grænmetinu aftur inn í ísskáp...
go Sirrý go Sirrý þú tekur þá í karphúsið þarna í menntó mar

Nafnlaus sagði...

Thu tekur thetta ljettilega i nefid;)