miðvikudagur, desember 06, 2006

...elsku eplastelpan mín er lasin þessa dagana svo þetta er pc-blogg. Reyndar held ég að hún sjálf sé ekki lasin heldur hleðslutækið því þeir í apple-búðinni sögðu að allt væri í orden þegar ég fór með hana í heimsókn til þeirra á föstudaginn. Annar í heimsókn á morgun og sé fram á að þurfa að splæsa 8000 kalli í hleðslutæki. Ég svitnaði aksjúalí við að skrifa þetta!!

Það er allt jóla þessa dagana. Í dag voru jólaskreytingar og á morgun eru jólagjafakaup. Ég er eiginlega búin að kaupa allt sem ég ætla að gefa en þá hringdi mamma og bað mig að redda fyrir sig og ömmu Gústu. Veit ekki alveg hvernig ég á að fara að því að koma öllu þessu dótaríi fyrir í töskunni minni. Meina þarf að koma fötunum fyrir líka og alveg slatta af þeim, stoppa alveg í 2 vikur! Þá á eftir að jólaskrifa, jólapakka inn og niður, jólataka til, jólabaka (kannski ef ég verð í stuði á Sey) og jóla hitt og jóla þetta. Er með eitt alveg á hreinu þessa dagana og það er að jólaéta, sem betur fer hefur það einskorðast við mandarínur og sunlolly síðustu daga en hef á tilfinningunni að það eigi allt eftir að fara niður á við. Hvar kaupir maður svona búning sem minnkar ummálið um 15%? Eins og Bridget Jones notar í mynd nr 2. Held að ég verði að grípa til einhverra svoleiðis örþrifaráða ef ég ætla að komast fyrir í flugvélasætinu á leiðinni austur. Æ veit ekki líður bara eins og ég sé að blómstra á alla vegu en held samt að ég sé ekkert að því. Tilfinningin gæti kannski verið komin vegna þess að ég hef varla klætt mig í almennileg föt í fleiri vikur nema rétt svona um helgar. Hangi bara í einhverju skítabolum og gömlum íþróttabuxum og læt sjá mig þannig úti. Skil ekki hverslags lægð er í gangi en ég bara nenni ekki að klæða mig og svo þegar ég loksins fer í almennilega leppa þá líður mér eins og ég sé að fara á ball. Það er greinilega rétt sem mamma segir, íþróttaföt eru frá djöflinum komin og eiga hvergi að sjást nema þegar fólk er að stunda íþróttir. Mér hefur amk aldrei liðið svona áður enda hafa svona föt aldrei áður verið fastur liður í minni tilveru...

1 ummæli:

gummo sagði...

Jóla-hvað...........!!!!