mánudagur, desember 11, 2006

...um daginn eiganðist ég fyrstu flíspeysuna mína, hún ber nafnið frú Jensína og er rauð ðog 7 númerum of stór semsagt ekta kósí peysa. Er að hugsa um að hafa frú Jensínu með mér austur, annað hvort það eða að stela peysunni af pabba. Bara verð að hafa alltof stóra peysu til að fara í áður en ég klæði mig og þegar ég er búin að hátta og er að kúra yfir tívíinu. Nafnið kemur auðvitað til vegna þess að Hrefna gaf mér peysuna og mamma (Jensína) hennar átti hana. Verð samt að láta plássið í ferðatöskunni ráða því hvort frúin fær að fljóta með því þvílíkt og annað eins jólagjafa sem ég þarf að burðast með austur hefur ekki áður sést. Í kvöld var ég svo aðeins að jólast og pakkaði inn gjöfunum sem eiga að verða eftir í borginni og þessari sem ætlar að skreppa til Danmerkur. Verð að segja að þolinmæði mín og fimi í innpökkun hefur aukist til muna því eftir að ég var búin með minn skammt fór ég aðeins að hjálpa/skipta mér af Klemensar innpökkun. Híhíhíhíhí

Helgin var á ákaflega rólegum nótum, föstudagur: leigt dvd, laugardagur: leigt dvd, sunnudagur: kúrt, pakkað og spilað smá wow. Held að næsta helgi verði líka svona róleg enda þarf að safna orku fyrir annan í jólum djammið og svo áramótin! Reyndar ætlar pabbi að bjóða okkur mömmu á danskt jólahlaðborð á lagardaginn og ég hlakka voðalega til. Var búin að sjá þetta auglýst og langaði að fara. Verst að Gunnar missir af gúmmelaðinu.

Á morgun er ég að fara í sjónmælingu því á föstudaginn valdi ég mér nýjar umgjarðir, fæ 2 fyrir 1 tilboð og kvarta alls ekki yfir því. Hefur alltaf dreymt um að eiga tvenn gleraugu. Vona bara að þau verði tilbúin á fimmtudaginn því ég á fyrsta flug austur á föstudaginn. Þau þarna í búðinni eru eiginlega búin að lofa því enda er ég ekki með nein vesenisgler svo þetta ætti ekki að taka nokkra stund fyrir þau.

Þá bjóðum við frú Jensína, sem er að leika kodda fyrir Gunnar akkúrat núna, góða nótt enda löngu kominn tími fyrir þá sem þurfa að vakna fyrir hádegi að koma sér í rúmið...

6 ummæli:

gummo sagði...

Ég segi láttu hana móður þína ekki sjá frú Jensínu og haltu þig við venjubundna pabbapeysu á jólunum...en annars hélt ég að þú ætlaðir að fylgja pakkagreyjinu sjálf til Danó!!!??? ; )

Sirrý Jóns sagði...

...æj hefði alveg verið til í að fara ferð með alla pakkana en það verður víst ekki þessi jól. En ef ég hefði gert það hefði ég tekið nokkra bleika makkíntoss mola með svona í kaupbæti... :)

gummo sagði...

Guuuuuð ALLA pakkana.....það er bannað að gefa mikið og stórt þegar fólk er í útlöndum...en það er ALLTAF í lagi að gefa fullt fullt af bleikum makintosh molum ; )
Hafðu það gott mín kæra kiss kiss

Nafnlaus sagði...

Hej Sirry! Fin Blogg! Detta är Andreas, din gamla korridorsgranne i Skövde..med skägg du vet. Hoppas allt är bra och hälsa Gummi så gott ifrån mig!

Sirrý Jóns sagði...

...hej Andreas, så klart jag kommer ihåg dig, va fint att höra ifrån dig. Jag ska hälsa Gummi ifrån dig nästa gång jag prattar med honom, han bor i Malmö nu men jag i Reykjavik. Jag längtar lite tilbaka till Sverige och hoppas att jag kommer på besök nästa år. Vill så gärna besåka Stockholm igen. Ha det väldigt bra och läs gärna mitt blogg om du forstår något... :)

Nafnlaus sagði...

Haha! Vilken bra svenska du skriver! Vistelsen i Skövde gjorde dig till proffs. Jag bor sedan 3 år i Göteborg och jobbar på Breidbandursupport. Ganska tråkigt men soft. Jag hittade in hit till din blogg genom Gretar Orris sida. En isländsk väninna sökte på thorhildur på google och fann en bild av torhildur som bodde i vår korridor förut, därifrån länkades bilden till Gretars sida och där fann jag även din blogg. Märkligt va? Lev väl tills nästa gång vi ses! /Andreas