mánudagur, júlí 03, 2006

...var að koma heim eftir strætóferð frá helvíti sökum *ehemmm* velgju. Er það ekki fallegt orð yfir þynnku? Mikið hopp og hí og trallalí í gærkvöldi, Klemens bauð í mat og fordrykk og svo var ginið dregið upp og þambað af áfergju áður en kallað var á einkabílstjórann og brunað í bæinn. Gisti hjá Gyðu því að mr. G var hvort eð er að fara að vinna í dag og núna er hann að kenna svaka leikarapíum að spila role-play. Bannaði honum að raka sig í gær svo þessar mellur mundu ekki reyna að stela sweetypie-inu mínu! ;) Annars leyfir heilsan ekki mikil afrek svo ég er farin að horfa á Care Bears, eitthvað sem er jafn fallegt og krúttlegt hlýtur að hafa góð áhrif...

2 ummæli:

Magdalena sagði...

nohh, nettur pirringur útí leikarapíurnar! Þú þarft örugglega ekki að hafa neinar áhyggjur, jafn sæt og frábær og þú ert Sirrý mín :)

ætlaru ekki að fara að rölta við á nýju heimkynnum mínum?

Sirrý Jóns sagði...

...labbaði framhjá um daginn og sá kaggann og ætlaði að dingla en mundi ekki hvað stelpan heitir og var ekki með símann með mér. Sendu mér bara upplýsingarnar og þá mun ég verða eins og grár köttur heima hjá þér, á ekki þessi kona annars kaffimaskínu...? ;)