fimmtudagur, febrúar 09, 2006

...algjört svindl, búin að sofa í 3 tíma þegar ég svona líka glaðvakna aftur. Ég sem var svo glöð yfir að fara svona snemma að sofa til að venja mig við áður en skólinn byrjar á mánudaginn. Púff alvara lífsins tekur víst við þá og ég kvíði svolítið fyrir en bara fyrir svona asnalegum hlutum eins og að ég eigi ekki eftir að kynnast neinum og alltaf vera ein. Hef engar áhyggjur af lærdómnum, held að það verði ekki mikið mál að massa hann, bara að vera dugleg að nota tímann rétt á lærdómsdögunum. Amma hringi í mig um daginn og ég sagði henni hverju ég kviði mest fyrir í sambandi við skólann og hún kom með frekar fyndið pepp handa mér, "þetta verður allt í lagi, þú ert svo sniðug að tala mikið!!" Hahahahaha gat ekki annað en farið að hlægja af þessu, fannst þetta uppörvandi en skondið hvað er alltaf hægt að koma því að að ég tali mikið. Held að ég tali ekkert meira en aðrir, bara vikar þannig stundum. Sit oft og þegji og hlusta, það man bara enginn eftir því afþví að það er ekki eins skemmtilegt!! ;) Eyddi slatta af peningum í dag og ég get með sanni sagt að ég hef ekki eytt svona miklu í einu í yfir ár. Keypti samt bara það sem ég þurfti, skólabækur fyrir 2 af 3 áföngum sem ég fer í í fyrstu lotu, "smokk" utan um tölvuna mína til að verja hana og svo lét ég stitta pilsið sem varð fyrir flugeldaóhappinu um áramótin. Það verður "gaman" að splæsa stórum upphæðum í bækur á 5-6 vikna fresti fram á sumar og svo allan næsta vetur en það er allt gert svo að stúdentsprófið góða komist í hús og þá geri ég það með "gleði" í hjartar og "söng" á vörum...

1 ummæli:

Magdalena sagði...

Við höfum átt okkar þöglu móments á Súfistanum... held við þurfum að skreppa þangað í kaffi fljótlega, styrkja gott málefni - Reyklaust kaffihús!