...jæja mín komin aftur til landsins eftir frábæra daga í kóngins Köbenhavn. Auðvitað var rigning þegar við lentum en það virðist vera standardinn þegar komið er heim úr fríi frá heitari stöðum. En hérna kemur smá ferðasaga:
Miðvikudagur: komið til Köben kl.22, lest í bæinn og svo taxi til Mæju. Lentum í Bollywoodtaxa sem fór með okkur vitlausa leið eða á Englandsvej í staðinn fyrir Jyllandsvej. Helvískur var pottþétt að leika sér af þessu og endaði verðið í 300 dkr!!
Fimmtudagur: Strikið að versla, drukkinn bjór og kaffi og verslað meira. Borðaður yndislegur kjúllaréttur á einhverjum litlum veitingastað. Pöb um kvöldið og drukkið fullt af bjór! :)
Föstudagur: Fredriksbergscenter (verslunarmiðstöð). Rólegt og gott þar inn því það var svo heitt úti. Verslað og drukkið bjór eins og daginn áður. Tívolí um kvöldið, farið í fullt af tækjum, keypt mynd úr rússíbananum, borðað, meira af tækjum og svo bjór og candyfloss (bara handa mér) áður en var haldið heim um miðnætti.
Laugardagur: *púfff* verslað meira, aftur í Strikið en bara til að kaupa það sem gleymdist, drukkinn bjór og spókað sig og komin heim um kl 17. Byrjaði að pakka niður og lagði mig síðan smá. Mæja eldaði ofboðslega góðan kjúlla handa okkur og svo sátum við að sumbli í eldhúsinu hjá henni til að verða kl 2. Þá tókum við Klemens næstustrætó í bæinn og kíktum á 3 staði áður en við héldum aftur heim.
Sunnudagur: Tókum lest yfir á Fjón til að hitta familíuna mína sem er með sumarhús þar. Keyrðum aðeins um, keyptum risa ís og svo var náð í Röggu frænku og haldið í húsið. Þar var manni réttur bjór um leið og fæti var stigið inn. Svo var meiri bjór, kvöldmatur, hvítvínsgöngurtúr með Gyðu og Klemensi, meiri bjór og spilað boddsja (kann ekki að skrifa), ennþá meiri bjór og spilað Kubb, spjallað, kaffi með dooley's, spilað yatzy, horft á Dirty Dancing og farið að sofa.
Mánudagur: Lest aftur til Köben um hádegi eftir veglegan morgunmat. Löbbuðum heim frá lestarstöðinni með viðkomu í Fredriksbergcenter til að kaupa það sem hafði gleymst eða sem við höfðum ekki verið viss með. Labbað alveg heim með ferðatösku í eftirdragi (ath ég keypti hana ekki!). Slappað af og pakkað niður, borðuðum pasta, fórum í göngutúr og svo bus og lest út á Kastrup rétt fyrir kl.20. Lentum í Keflavík um miðnætti og komin alveg heim rétt rúmlega 1:30.
Frábær ferð, góður félagskapur, yndislegt veður, gaman að sjá eitthvað smá annað en miðborg Köben þó að hún sé alveg ofboðslega fallegt. Finn hvað ég hafði gott af þessu, er öll einhverveginn léttari...
2 ummæli:
hæ ; ) jég er bráðum að koma heim við kíkja á tjúttið þá ???????? ikki??
knús
...ja ja ja, ich bin mit ja... :D
Skrifa ummæli