laugardagur, ágúst 05, 2006

...jæja þá er konan komin heim eftir margra daga dvöl úti á landi. Það var svo yndislegt í firðinum fagra og þó að sólim léti ekki sjá sig og þokan hengi yfir okkur var samt það heitt að Gunnar fór bara þrisvar sinnum í jakkann sinn. Fyrsta skiptið var þegar ég lét hann sýna foreldrum mínum hve fallegur jakkinn væri, annað skiptið þegar hann var töffari og fór í honum út og þriðja skiptið var í kvöld þegar við flugum aftur suður og það var ekki pláss fyrir jakkann í töskunni!

Það voru tónleikar með Sigur Rós í fallega firðinum í gærkvöldi. Við Gunnar hlustuðum hugfangin inn um stofugluggann á ættaróðalinu en um leið og við ákváðum að stíga fæti út fyrir hússins dyr ákvað hljómsveitin að hætta að spila. Ég er samt glöð að hafa heyrt í Sigur Rós live því ég hef aldrei fílað hana í útvarpinu. Það er alltaf fréttir, íþróttir, veður, dánaféttir og svo Sigur Rós og ég hef aldrei fílað vælið og volið. En að hafa þá svona live í stofunni var alveg yndislegt og ég mun reyna að heyra aftur í þeim live í framtíðinni.

Eftir að kerlan mætti aftur í borgina vonast hún til að sjá sem flest af ykkur á djamminu næstu kvöld. Hef heyrt af einhverju grillpartýi annað kvöld en hef ekki fengið neitt staðfest, vonast samt til að sem flestir úr hópnum góða ætli að hittast um helgina. Við sjáust!!! Vonandi...

1 ummæli:

Magdalena sagði...

væri ekki heimurinn leiðinlegur ef allir væru fullkomnir alltaf... spegúlasjón... koddu í kaffi á súfistann fljótlega skonsan mín *kossar*