miðvikudagur, janúar 11, 2006

...kerlan alveg að fara yfir um í að vakna snemma, var vöknuð klukkan hálf 8 í morgun og morgunmaturinn kominn niður rétt rúmlega 8, allbran og ab-mjólk er málið. Duglega ég!! :)

Afrek frá síðasta bloggi eru eftirtöld:
*Partý hjá Binnu, hroðalega gaman, lék á alls oddi. Þessir kokteilar sko!! ;)
*Eitthvað annað partý strax eftir Binnu-partý, jafn hress og áður en fékk víst gettó-stæla á leiðinni heim. Það var víst fyndið amk ef maður var ekki einhver viss manneskja híhíhíhíhí.
*Hangs með Möddu, urðum að fara á súfistann svo starfsfólkið þar mundi ekki sakan okkar. Pítan á undan, illt í magann og alltof sæt sósa! :/
*Narnía í bíó, fann barnið í mér og skemmti mér konunglega. Rifjuðust upp minningar frá bókunum og sjónvarpsþáttunum. Er ekki sammála öllum sem hafa tilkynnt mér að þeir hefðu skemmt sér betur ef þeir hefðu verið 12 ára.
*Þreif, þreif og þreif ennþá meira og þvoði endalaust. Já dugnaðurinn í hámarki undanfarið enda er orðið boðlegt að bjóða fólki heim. *fjúff*
*Las 2 bækur og búin með 1/4 af þeirri þriðju. Iðunn eftir Johanne Hildebandt (framhald af Freyju sem kom út í fyrra) var stórskemmtileg og hélt mér alveg fastri og Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttir var þrælfín þó ég hafi lesið skemmtilegri spennusögur en það er nú alltaf þannig. :) Er stödd í miðju kafi í Bjargvættinum í grasinu (e.The Catcher in the Rye) eftir J.D. Salinger, frekar undarleg en ekki leiðinleg. Verð víst að passa mig á morðingjahvötunum eftir lesturinn því að morðingjar margra frægra manna voru/eru víst miklir aðdáendur þessarar bókar!
*Endalausir fundir síðustu daga og út vikuna, er ótrúlega mikilvæg þessa dagana. Vona að allt fari vel og þá læt ég vita annars þegji ég eins og steinn!

Á döfunni:
*Fara á skauta.
*Fara í heimsóknir.
*Elda eitthvað gott og hollt.
*Lesa meira, með bunka sem ég þarf að glugga í.
*Horfa á DuckTales fystu 27 þættina og volume 2 af Thundercats.
*Klára að horfa á The Stand eftir sögu Stephen King.
*örugglega eitthvað fleira sem er ótrúlega merkilegt en ekki nógu merkilegt til að muna eftir því akkúrat núna...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég á katsjer in ðe ræ á ensku og fannst hún æði!!!!

Sirrý Jóns sagði...

...við erum greinilega í miklum áhættuhóp.. ;)