...litlu hlutirnir hafa gert mig svo glaða í dag og í gær. Í gær var ég ofboðslega hamingjusöm yfir að flestir sokkarnir hans Gunnars eru með orðum eða myndum efst á snúningnum því þá var svo auðvelt að flokka þá. Í dag er ég hamingjusöm yfir að Bogi hafi lagað kaffi og í þessum töluðu orðum er ég að drekka rjúkandi heitt pressukönnukaffi úr öðrum nýja bollanum frá foreldrum Gunnars. Ég er líka hamingjusöm að hafa átt afgang af pastanu frá í gær til að borða áðan, gróft pasta með rauðu pestói og parmesan klikkar ekki heldur þegar það er orðið kalt. Stundum er lífið svo ljúft...
1 ummæli:
Litlu hlutirnir eru bestir ; )
Skrifa ummæli