sunnudagur, maí 07, 2006

...Gunnar á afmæli í dag og afþví að ég elska hann var ég búin að þeytast um borg og bý að finna handa honum afmælisgjöf. Fyrir valinu urðu náttbuxur og "I hate mondays" nærbuxur, bókin 100 most dangerous things in everyday life and what you can do about them og 75 color puzzels frá Mensa ásamt litlu korti sem ég skrifaði ástarjátningu innan í. Fékk kossa og knúsa að launum fyrir hlaupin og fékk að heyra að kortið væri það besta af gjöfinni. Ég er fullkomnlega sátt við það. :) Fékk ennþá meiri kossa og knús þegar Gunnar staulaðist heim í nótt eftir að hafa fangað því að aðeins ár væri eftir í hið stóra 30. Ég fór ekkert á lífið því ég var svo þreytt, skellti bara He-Man í drifið og hafði það nice, var samt alltaf að vakna til að pissa og vaknaði svo alveg þegar Gunnar kom heim. Hann var voðalega spjallinn og eldaði handa mér samloku með eggi og beikoni sem var gott því ég var svöng, það sem var ekki gott var að ég gat ekki sofnað aftur fyrr en rétt fyrir hádegi. Fyrirgef honum það afþví að hann er afmælisstrákur, ef þetta hefði gerst annan dag hefði ég ekki verið svona hress. Lét hann líka draga mig út að borða á Nana-thai ásamt 3 vinum sínum/okkar og svo í bíó á Inside Man. Var mjög þreytt en hann er afmælisstrákur, reyndi í smá stund að malda í móinn en hætti afþví að ég vildi vera góð kærasta svona til að sýna mig. Myndin er hreint út sagt frábær, skemmtileg myndataka, góð samtöl, hæg, spennandi, ekki gufusoðinn og hélt manni föstum án þess að vera ágeng. Mæli með henni af heilum hug. Efast samt um að strákurinn sem sat fyrir aftan mig mæli með henni, hann skildi ekkert og var alveg lost í hléinu og þegar vinir og vinkonur hans reyndu að útskýra það litla sem þau skildu átti hann ennþá erfiðara með þetta allt saman og ég sá fyrir mér hvernig þessar litlu gráu kreistust fram og aftur á akkorði við að reyna að koma púslinu saman en allt saman fyrir ekkert. Þegar hann þurfti að spurja endalaust mikið eftir hlé þurfti mín að sperra hnakkann, snúa höfðinu og horfa á þau útundan mér og andvarpa þungt með pirringsáherslu. Það dugði og þau steinhéldu kjafti það sem eftir var af myndinni, ekki eitt múkk datt út fyrir vaxtarræktarvarirnar og mín undi sátt við sitt.

Er farin að lúlla mig og mér og Gunnari til mikilla ánægju fæ ég að sofna við theme-music úr WOW. Hann varð mjög undrandi um daginn þegar ég bað hann um að fara aðeins að spila í tölvunni því ég gat ekki sofnað. Var einmitt verið að grínast með að ég gæti keypt hæsta levels karakter og bara byrjað að spila því ég kynni þetta greinilega orðið svo vel. Var sko að leiðrétta Gunnar aðeins, má ekki láta hann fara með rangt WOW-mál. En allaveganna börnin mín þið verðið að tékka á veitingastaðnum Nana-thai sem er í Skeifunni, við hliðina á Epal, beint fyir aftan Bónusvideo fyrir þá sem þekkja Grensásveginn betur. Góður matur úr góðu hráefni og ekki dýr. Reyndar dýrari en td Krua-thai (sem er líka fínn) en það margborgar sig því maturinn er ferskari og betra kjöt. Ekki láta þennan framhjá ykkur fara næst þegar á að skreppa út að borða, miklu ódýrara en pizza. Þetta var hátt í 1000 kalli ódýrari máltið en pizzurnar og meðlæti sem við keyptum á Hróa um daginn og tilfinningin í maganum er miklu betri. Okí er farin, vildi bara ekki gleyma að deila þessu með ykkur...

1 ummæli: