...annars frábær annar skóladagur að baki, heima með ælupest!!! Er búin að vera eitthvað slöpp í maganum síðan á laugardaginn og í nótt vaknaði ég og ældi smá köku og fullt af galli. Nammi namm *kaldhæðni*, var ekkert annað í maganum því ég gat næstum ekkert borðað í gær, leið alltaf eins og ég væri alveg pakksödd, svona illa södd eins og þegar maður slysast til að borða alltof illa yfir sig og langar aldrei aftur til að hreyfa sig eða borða því það er svo vont. Gat samt borðað ágætlega áðan og fer auðvitað í skólann á morgun nema ég fari aftur að gubba en ég held að þetta sé komið núna því sem betur fer eru gubbupestir yfirleitt stuttar.
Jæja ætla að læra í þýsku og sögu áður en ég fer að horfa á einhverja mynd með Gunnari í tilefni af valentínusardeginum. Það er víst sagnakönnun í þýsku á morgun og ég ætla að fá allt rétt þar! :) Reyna að finna og sýna gamla góða metnaðinn minn...
4 ummæli:
æææj láttu þér batna sæta!!! :* ógeð að hafa gubbupest! Gangi þér vel í prófinu á morgun, ég er einmitt að fara í stærðfræðipróf á morgun...jeeeeij ... en svo er árshátíð eftir það á fimmtudaginn :D:D JEIIJ:D Spurning hvort maður kíkji aftur í heimsókn eftir ball?!;) hmm...neeee:P
Ég hata valentínusardaginn (áður en við vitum af verðum við farin að halda upp á, til dæmis, día de los muertos eins og fólk í Mexíkó). Þetta er kapítalskt peningaplott sem endurspeglar hinn vestræna heim. Maður á auðvitað ekki að þurfa neinn sérstakan dag til að vera góður við elskuna sína.
En já, láttu þér batna beibí.
Og þetta með að kynnast ekki neinum. Manni finnst það auðvitað alltaf fyrst en eftir nokkra daga eða vikur áttu varla eftir að muna hvernig þú kynntist fyrstu vinum þínum þarna. Þetta var svona með mig þegar ég fór í Flensborg alla vega.
Vittu til ;)
...hef reyndar heyrt að valentínusardagurinn sé upphaflega evrópskur svo ég get ekki alveg ákveðið hvað mér finnst um hann. Ég kaupi engar gjarfir eða neitt þannig en það er nú bara þannig að stundum þarf fólk smá hvatningu til þess að drífa sig af stað í rómantíkinni! :) Hann er reyndar á ákaflega leiðinæegum stað fyrir íslendinga, svona mitt á milli bóndadagsins og konudagsins en ójæja.
Já hlakka mjög mikið til þegar ég verð kominn í þann pakka, þe að geta varla munað eftir þegar ég kynntist vinum mínum þarna. Er annars voða lokuð en reyni að vera dugleg að koma til móts við fólk... :)
okei okei við vitum hvernig annar dagurinn fór hvað með vikuna og fyrsta íþróttatímann...
Skrifa ummæli