föstudagur, október 20, 2006

...allt í gangi þennan sólríka morgun. Fólkið er að búa sig undir að koma sér út úr bænum og upp í sumarbústað. Þar á að elda og baka, syngja og fara í heita pottinn, þjóra bjóra og fleira fljótandi en ekki fara á Geirmundarball eins og síðast því Úthlíð er víst ekki opin á veturnar. Þvílíkt og annað eins hef ég nú aldrei heyrt!!

Annars erum við með breta að nafni Stephen í heimsókn, veit ekki alveg hversu lengi því karlinn er sennilega kominn með vinnu á Segafredos eða hvernig sem það er nú skrifað. Auðvitað erum við búin að halda smá samsæti honum til heiðurs og létum hann syngja á fullu, drekka bjór og taka fullt af ópalskotum. Við höfðum sem betur fer vit á að tala við kerlurnar fyrir ofan og neðan og láta vita af látunum. Þeim var alveg sama svo lengi sem við létum vita og sú eldri sagði að fólk yrði nú að fá að skemmta sér! :) Vorum nú reyndar ekki að nema til svona 23:30 en eftir það tók Ívar dj-völdin og hélt uppi frábærri stemningu.

Núna er best að fara að pakka fyrir bústaðinn svo við komumst einhverntímann af stað, planið er ríkið, bónus, apótek og Selfoss kl 17. Þar þarf víst að ná í eitt gerpi sem er búin að lána bílinn sinn...

2 ummæli:

gummo sagði...

Hæ....gott að sjá þig aftur ; ) missed you, en bíddu bíddu hvað er að heyra af bústaðarferð án mín...ég hélt að lífið á Islandi færi á hold...??!!? Skil ekkert bara.
Well góða skemmtun ástin og heyrumst

Nafnlaus sagði...

Uss, hvað ég öfunda ykkur af bústaðarferðinni...
Það vantar samt söguna úr bústaðnum bæði hjá þér og Klemma, ég er farinn að halda að þetta hafi allt sprungið í loft upp og allir sitji í sínu horni og tali ekki við nokkurn kjaft ;)
Annars bara að láta vita að ég fylgist með síðunni þinni...
kv the Beachboy c",)