föstudagur, júní 02, 2006

...núna eru vinir mínir byrjaðir að hverfa af landi brott einn af öðrum. Sem betur fer er það bara til skamms tíma amk núna en sumir plana brottfluttning í haust. Ekki gaman fyrir þá sem eftir verða en mjög skiljanlegt. Vonast reyndar til að komast sjálf úr landi í nokkra daga en það er allt í skoðun. Er orðin svo nísk í ellinni!

Leyfði Klemensi að draga mig á göngu um daginn, það var svo hressandi að ég tróð mér með honum aftur í gær. Markmiðið er að hvítu pilsin sem ég hef svo oft rætt um fái að sjá sólina áður en það fer að hausta. Get reyndar troðið mér í þau en það er ekki falleg sjón enn sem komið er. Sé fram á að geta farið að skella mér í sund fljótlega, slímið sem ég hélt að væri sest að til frambúðar er byrjað að minnka og hóstinn næstum horfinn. Ætla bara ekki að byrja á fullu fyrr en ég hef verið frísk í einhvern smá tíma svo ég falli ekki aftur til baka á fyrsta reit. Miðað við þessar skjótu framfarir verð ég að viðurkenna að ógurlegi læknirinn hafði rétt fyrir sér. Hefði samt verið gott að vita hvað hann var að hugsa, mæli með túlk...

1 ummæli:

gummo sagði...

Þetta er nú allt í lagi elskan ég þarf nú ennþá að koma heim í jóla- og páskaboð......(vá eins gott að maður standi við að fara út..!!)