mánudagur, júlí 17, 2006

...núna er farið að styttast ískyggilega í að *fjúffffi* austur á land í sumarfrí. Hjálpa aðeins til að Lunga og svo bara sól og sumarylur fram að mánaðarmótum. Helgin, já blessuð helgin, var óvenju löng að þessu sinni. Rauðvín og grand hjá Klemensi á fimmtudaginn, djamm og djús og snemma heim á föstudaginn, meira djús og kokteill á laugardaginn og brúðkaup í gær með tilheyrandi kræsingum og guðaveigum. Athöfnin var mjög falleg og skemmtileg og presturinn í fríkirkjunni er óformlegur og gaman að hlusta á hann. Finnst ég líka vera hálf puffy í dag og með áfengisbjúg. Grænt te og nóg af íslensku vatni ætti að laga það í einum kvelli. Núna bíð ég bara þolinmóð þangað til að að Madda nær í mig svo ég fái að borða, er að klikkast úr buritos löngun og ætla að láta það eftir mér. Mmmmmm burtios á Súfistanum!

Hef ekki hugmynd um hvernig bloggmálum verður háttað á næstunni, netið á ættaróðalinu hefur verið í mjög löngu sumarfríi en það er búið að hringja í atvinnurekandann og hóta öllu illu. Nei svona í alvörunni þá er línan inn í húsið biluð og síminn lætur þau bara á biðlista, hafa varla verið í síma- eða netsambandi svo mánuðum skiptir. Var líka mjög stolt af móður minni þegar hún hringdi og sagði þeim rólega en ákveðið hvernig hún mundi snúa sér í þessum málum ef þeir færu ekki að redda þessu. Hún kann þetta konan!

En er farin að hanga, heyrumst einhverntímann...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég á net!! ég ááá neeet*


*hoppandi og skoppandi meðan ég sagði þetta