...þá er Gyðan loksins komin heim frá Danmörku og voru miklir fagnaðarfundir þegar við Klemens fórum að ná í hana á völlinn í gærkvöldi. Mikið rosalega var gott að sjá hana aftur og ég er strax farin að hlakka til að vitleysast eitthvað með henni við fyrsta tækifæri. Það er undarlegt að eldast því eins mikið og mig langar að fara út eftir menntó og mennta mig meira þá verður tilhugsunin um það alltaf erfiðari og erfiðari því vinirnir og fjölskyldan skipta alltaf meira og meira máli. Samt langar mig ekkert endilega að fara út og koma aldrei aftur heim, held bara að það sé þæginlegra að læra úti, peningalega séð og svona. Jæja nóg um þetta í bili amk.
Núna fer alveg að koma að hinu vikulega Desperat Housewife labbi okkar Klemensar. Það er aðvitað mikil kraftganga um vesturbæinn og svo glápt á þáttinn áður en ég held heim á leið. Reynum nú að fara aðeins oftar en einu sinni í viku út að labba en á fimmtudögum í sumar hefur þetta verið alveg pikkfastur dagur. Best að fara að hafa samband við karlinn og koma sér í gallann...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli