laugardagur, júlí 29, 2006
...þá er konan búin að vera í firðinum fagra hátt í tvær vikur og lífið leikur við hana. Fyrst var hrært, skorið og borinn fram matur á L.ung.a, svo var djamm og djúserí og svo þessi yndislega afslöppun sem næst ekki í borginni þó fríið sé staðreynd. Fuglarnir syngja og sólin skín á milli þokuslæðanna, það er þurrt og heitt og ekki hægt að kvarta yfir neinu. Tja kannski því að við séum ofalin en það er gott að safna forða fyrir veturinn er það ekki? ;) Sit núna og pikka á milli þess sem ég slafra í mig sunlolly sem ég læddi í körfuna þegar við pabbi vorum að versla og hlusta með öðru eyranu á pabba og mr.G tala um virkjanamál og stóriðju. Væri alveg til í að taka þátt í umræðunum en þeir tala hvor í kapp við annan og enginn fær að komast að. Þeir eru svo þreytandi að mamma er hálf dottandi hérna við hliðina á mér. Hvítvínið, baylisið og bjórinn eru farin að segja til sín svo það er best að fara að þrífa stríðsmálninguna framan úr sér og koma sér í rúmið. Ábyrgist samt að maskarinn góði frá Lancome hreyfist ekki, hann er súper vatnsheldur...
2 ummæli:
Kossar á liðið ; )
bið að heilsa ungunum mínum;)
Skrifa ummæli