föstudagur, september 22, 2006

...ennþá einn föstudagurinn kominn í hús, engin þrif þessa vikuna ef frá er talið létt skúring yfir eldhúsgólfið sökum bjórsprengingar sem varð þegar falleg lítil lite flaska gat ekki meira og framdi sjálfsmorð með að steipa sér úr ísskápnum. Dró upp tuskuna því ekki viljum við hafa musteri matarsins angandi eins og Nelly´s á slæmu kvöldi!!

Afmæli á fullu þessa dagana og fluttningar líka, annað er gleðilegra en hitt ekki það að ég samgleðjist ekki öllum þeim sem eru að leggja land undir föt en söknuðurinn á eftir að verða mikill. Þið vitið öll hver þið eruð og ég óska ykkur öllum til hamingju með allt og allt en ætla sérstaklega að nefna að pabbinn minn átti afmæli í gær, ekkert stórt en samt gaman. Hann fær litlu gjöfina frá mér bara þegar hann mætir í borgina í næstu viku til að fljúga til Barcelona með frúgunni.

Annars er minn annar eiginmaður að flýja hús í stutta stund svo þá er spurning hvað kerlan á að bardúsa á meðan. Slappa af og láta kvissa í einum bjór er ákaflega freistandi svona þessa síðustu og verstu...

2 ummæli:

gummo sagði...

hahahaha ég hef nú lítið gert af því að leggja land undir FÖT en kannski það verði bara ný og skemmtileg ævintýri ; )

gummo sagði...

Hæ konan mín....ég vildi bara svona rétt segja þér að ég er búin að finna isfolket...hahaha einmitt það sem við vorum að tala um!!! Og heldurðu að hún sé ekki innbundin...fyrsta bókin í höfn og aðeins 46 tilbage kys og kram