...það eru bara afmæli á hverjum degi þessa dagana. Hún amma Sigga mín er afmælisbarn dagsins og er orðin 89 ára en samt hress og kát að vanda. Væri alveg til í að vera á Seyðó núna og knúsa hana en verð bara að knúsa hana helmingi meira um páskana. Til hamingju með daginn elsku amma mín!! *kossar og knús*
Fleiri gleðifréttir í dag, um kvöldmatarleitið í gær eignaðist æskuvinkona mína hún Hildur Jóna og Þórður hennar sitt fyrsta barn. Það var stúlka og samkvæmt fréttum frá þeim er hún stór og hraust. Til hamingju með dótturina elskurnar mínar og ég hlakka ekkert smá til að fá að kíkja á hana. Svo 1.apríl næstkomandi verður mín að versla barnaföt. *jeij* :) Elska að skoða þessi pínulitlu krúsidúlluföt.
Fór annars á Aeon Flux í gær, alveg ágætis mynd, ekki sú besta en ekki sú versta, ég skemmti mér amk ágætlega. Allt umhverfi og búningarnir rosalega flottir og samtölin voru minimalísk og fönguðu víst vel sögurnar úr Heavy Metal blöðunum en ég veit ekkert um það því ég hef ekki lesið þær. Heyrði reyndar í 2 töffurum í hléinu sem voru ekki að skemmt sér vel og fannst þetta léleg mynd. Kannski fannst þeim það bara en ég hallast frekar að því að þeir hafi ekki skylið hana en what ever...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli