...þá er ég orðin ári eldri en síðast þegar ég bloggaði, svona ef það skildi hafa farið fram hjá einhverjum að ég hafi átt afmæli!!! ;) Fékk nokkrar góðar gjafir og ef alir standa við sitt á ég ennþá eftir að fá nokkrar í hendurnar en sjáum til hvernig það fer! Hahahaha Fæ svo eitthvað voða skemmtilegt þegar mamma kemur í borgina núna í maí, mátti sjálf ráða hvort ég fengi sendan pening eða mundi bíða eftir henni og held að það sé bara betra að bíða! :) Ákvað að skreppa út úr húsi í tilefni af deginun þó að ég væri ennþá veik. Fengum okkur að borða með Siggu og Gyðu og svo kom Klemens og stal okkur stelpunum frá Gunnari og við fórum og horfðum á Evert í kokteilakeppni. Dagurinn minn varð honum ekki til lukku að þessu sinni en við bíðum bara þangað til næst. Ég græddi 5 kokteila þó ég væri bara með miða fyrir einum :D þeir voru reyndar svo þunnir að ég fann ekki einu sinni á mér eftir þá!! :/ Svo var sest í Mávahlíðina í smá stund áður en var skroppið í bæinn og dansað og spjallað. Hefði kannski betur sleppt síðasta partinum því ég hef verið hálf slöpp síðan, samt ekki nógu slöpp til að hanga heima þó ég hafi gert það að mestu leiti.
Fékk reyndar lítinn frænda í afmælisgjöf, þetta er í annað skitpið sem það gerist en hinn varð 7 ára. Erum samt svo heppin að eiga aldrei stórafmæli á sama degi svo enginn fari að stela athyglinni frá hinu hehehe nei djók!! :) Enda er ég svolítið mikið eldri og er ekki viss um að ég hafi áhuga á að halda upp á afmælin okkar sameiginlega alveg strax. Finnast barnaafmæli alveg voðalega erfið, amk þegar er mikið af börnum í þeim íhíhíhí. Svo er annað sem stendur í vegi fyrir svona plönum og það er að við búum í þremur mismunandi löndum, ég á Íslandi, Hilmir 7 ára í Svíþjóð og þessi splunkunýji býr í Færeyjum. Vona samt að ég rekist á hann (og fjölskylduna alla) á Seyðisfirði í sumar...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli