sunnudagur, febrúar 26, 2006
...þá er ég mætt aftur á Neshagann eftir næstum einn og hálfan sólarhring í burtu. Var að snúast með Gyðu í gærdag og svo ákváðum við að hafa sukkdag og keyptum snakk og ís og horfðum á dvd og sjónvarpið út í eitt. Svo fékk ég bara að gista þar sem það var hvort eð er mæting hjá henni aftur 11 morguninn eftir til að fara að Koloaprotið og Gunnar að spila langt fram á nótt. Við komumst reyndar aldrei í Kolaportið en fórum í staðinn ásamt sambýlingum hennar í morgunkaffi á Kaffi Roma og svo beint heim að undirbúa bollukaffið hennar Hrefnu. Það er sko alls ekki ókeypis að gista hjá Gyðu því ég var sett í þrif og sópaði, þurrkaði, dustaði, hristi, skar og ég veit ekki hvað og hvað áður en ég var búin að borga fyrir gistingu, smá fæði og svo auðvitað bollurnar. Ekki nema von að ég nenni ekki að þrífa heima hjá mér!! ;) En ætli það sé ekki best að fara að hlaða elsku eplastelpuna mína (tölvuna fyrir þá sem ekki fatta) svo hún verði vel upplögð fyrir skólann á morgun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli