...þvílíkri brennslu í Baðhúsinni lokið, *fjúff* hvað ég var dugleg! :) Var reyndar búin að brenna ágætlega í Kringlunni áður, skoppandi fram og aftur með risa stóran bakpoka og svo auðvitað kaupin góðu í hendinni. Tókst að flækja mig í afgreiðsludömu sem var vopnuð herðatréi, velta um koll verð skilti sem stóð á borði og reka mig í alla fatarekka sem ég fór framhjá. Keypti mér tvö veski því ég er orðin svo fátæk af þeim eða amk fátæk af þeim sem mig langar til að nota! ;) Hef þá afsökun að annað þeirra var á mega súper tilboði, of gott til að sleppa þó ég hafi ekki vitað það fyrr en ég kom upp að afgreiðsluborðinu og rétti fram debetkortið hissa á svip *roðn*.
Tók strætó heim áðan sem er svo sem ekki frásögu færandi nema vegna þess að strætóinn okkar stoppaði þegar við vorum nýlögð af stað og bílstjórinn snaraði sér út og að næsta vagni. Ég glápti á með stórum augum, hissa og pirruð yfir að allt gengi ekki smurt fyrir sig og ég kæmist heim sem allra fyrst. Stjórinn opnar vagninn og hleypir gamalli konu út. Greyið hafði orðið eftir inni í vagninum og stóð við hurðina og vonaðist til að verða hleypt út. Finnst þetta hroðalega fyndið en líka eitthvað svo sorglegt...
3 ummæli:
Loksins, loksins... þessi taska var algjörlega að æpa á þig að kaupa hana þessi tvö skipti sem ég fór með þér að skoðana :D Go Sirrý, Go Sirrý
greyjið konan... :S
Skrifa ummæli