fimmtudagur, nóvember 09, 2006

...viðraði mig í dag eftir 5 daga inniveru. Fór á Te & kaffi og borðaði súpu og drakk kaffi og þvældist svo um með Herdísi. Endaði í Hagkaup og keypti mér prjóna og garn og fékk svo smá prjónakennslu í gegnum símann. Er byrjuð á svörtum og glitrandi legghlífum fyrir veturinn og ekki seinna vænna miðað við slagviðrið sem er úti núna. Fékk líka pakka áðan, það var færeyska sjalið sem ég pantaði hjá Röggu frænku, það er rosalega flott og fínt og ég er rosalega ánægð með það. Sakna samt ennþá gamla sjalsins sem var stolið úr fatahenginu á Hressó. Bölvaður lýður...

1 ummæli:

gummo sagði...

Hey vá en hentugt að það sé komin ný handverkskona í familiuna...panta hér með legghlífar í stíl við þínar, nema með giltu-glitri, í jólagjöf...hér er kaaaaalt hehe
Hugs og kisses og allt það...vona að þið hafið það gott, þú ert flott ; )