...áramótin klikkuðu auðvitað ekki. Fyrst var alveg hroðalega góður kalkúnn á Álftanesinu, svo var áramótaskaup og spjall hjá Gyðu, því næst flugeldagláp við Hallgrímskirkju, aftur til Gyðu og drukkið freyðivín og svo partý í spilasal Nexus. Þar var góð tónlist, ókeypis áfengi, skemmtilegt fólk, gleði í hjörtum, söngur á vörum og dans í fótum. Við Gunnar vorum komin heim klukkan átta um morguninn enda hrökk ég upp klukkan 18 í gær og vakti Gunnar svo hann gæti nú sofið um nóttina og vaknað í vörutalninguna ógurlegu í dag. Ég eyddi sem sagt fyrsta degi ársins sofandi því ég sofnaði aftur um klukkan 20 og svaf næstum til miðnættis og sofnaði svo aftur rétt rúmlega 3 og vaknaði fyrir klukkan 9 í morgun. Það stefnir samt allt í að annar dagur ársins verði aðeins betri, búin að lesa smá í annari jólabókinni, er að blogga langt blogg, er með stefnuna setta á gott bað og ætla aðeins að taka til og þvo! :)
Má samt ekki gleyma að segja frá að minnstu munaði að þessi áramót yrðu ekkert svo gleðileg fyrir okkur Gunnar og Gyðu því þegar við stóðum uppi við Hallgrímskirkju og dáðumst af öllum peningunum sem sprungu í öllum heimsins litum á himinhvolfinu valt flugeldakaka (eða hvað þetta nú kallast) hjá einhverjum á hliðina og skaut á okkur. Allt í einu stóð ég í neistaflóði og reyk, öskrandi með hjartað á fullu. En við vorum heppnari en maður sem stóð nálægt okkur og tók myndir því hann lá í götunni en ég held samt að hann hafi ekki slasast alvarlega. Gunnar fékk eitt skot í augað, en linsan virðist hafa bjargað honum því hún rispaðist en augað er heilt en aumt. Úlpan hans brenndist og hárið í hnakkanum sviðnaði. Við Gyða vorum allar úti í sóti, bæði kápurnar og skórnir voru alveg gráir en við vitum ekki hvort kápurnar skemmdust fyrr en við þvoum þær. Vettlingarnir hennar Gyðu sviðnuðu og ég fékk neista í fæturnar og í kinnarnar. Ég hafði sem betur fer náð mér í bómullarleggings heim áður en við fórum til Gyðu og var í þeim, þær eru heilar en nælonsokkabuxurnar voru allar götóttar svo það hefði getað farið illa. Pilsið mitt eyðilagðist og ég er með lítið brunasár á hnéinu. Þarna rétt hjá stóð barnavagn og sem betur fer sprakk ekki undir honum eða fór skot ofan í hann, það hefði verið alveg hræðilegt. Úff hvað okkur var brugðið enda þurftum við voðalega mikið að tala um þetta fyrst á eftir. Skondið samt að fyrst að þetta fór ekki illa sér maður eftir fötunum sem skemmdust en ef eitthvert okkar hefði skaðast alvarlega væri manni svo nákvæmlega sama...
2 ummæli:
Það er semsagt rétt sem að Gunni segir: tilveran er að reyna að gera útaf við hann. Jæja gott þó að vita að fólkið mitt á Íslandi er enn á lífi! Kveðja frá Winterpeg:)
...ííííí hvað ég er glöð að heyra frá þér *klapp klapp*, vona að það sé allt gott að frétta!! Verður að fara að blogga kona, sparar mörg e-mail, þessvegna byrjaði ég nú á þessu þegar ég bjó í Sverige-inu! :)
En jújújú Gunnar greyið fær það víst smá saman staðfest sem hann hefur alltaf haldið fram "eitt núll fyrir mér blablabla kirkjutröppurnar á Akureyri" ;) hahahahahaha
Biðjum að heilsa Mike og Kanada...
Skrifa ummæli