...ótrúlega aktív helgi að baki, kom miklu í verk sem hefur sitið á hakanum lengi. Kósí föstudagskvöld eins og áður hefur verið nefnt, laugardagurinn fór í að telja allar umbúðirnar í geymslunni. Ég taldi 1498 stykki nánast ein, Bogi kom og hjálaði aðeins þegar ég var búin með yfir helminginn. Er glöð núna að ég fór ekki í ræktina á laugardaginn því að bera upp yfir 20 poka af drasli, telja upp úr þeim og bera þá niður aftur var nóg æfing fyrir einn dag! Var líka orðin mjög pirruð um kvöldmatarleitið enda var ekkert eldað fyrr en rúmlega 21 en þá galdraði mín líka fram veislumat. Svo var ótrúlega snöggt bað, snyrting og svoleiðis og beint til Gyðu í sing-star partý. Tók með mér einn lite bjór og fékk svo eitt rauðvínsglas á staðnum. Skrapp svo í bæinn með Klemensi og hitti Gunnar og Þóru. Skellti mér á 1 skot og einn einfaldan gin og tonic og dansaði svo til klukkan 5. Er mjög stollt af mér því venjulega er ég svo feimin að dansa svona nánast erú en þetta var ekkert mál, sing-star algjörlega búið að koma mér í stuð og þá var ekki aftur snúið.
Sunnudagurinn fór í að bera pokana með dósunum einu sinni en, fyrst upp og út í bíl og svo inn á lager hjá Nexus því enginn vildi leyfa okkur að skila því þetta var svo mikið. Á einni Sorpu stöðinni gekk maðurinn svo langt að halda því fram að við værum að skila fyrir íþróttafélag, stofnun eða veitingastað því þetta væri svo mikið. Mikill pirringur í stuttan tíma var málið en ótrúlega góðar núðlur á Na na thai reddaði því alveg og svo var brunað upp á Skaga að ná í dótið mitt. Gott að vera loksins búin að því, getur enginn tuðað lengur yfir þessu hvorki fyrrverandi tengdafjölskyldan eða fjölskyldan mín. Erna var reyndar voðalega hress og kát og bara gaman að hitta hana svona smá, Telma var voðalega ánægð að sjá mig og spjallaði mikið og sýndi mér nýja dótið sitt og Jónas var svo elskulegur að hjálpa til við að bera. En sjitt hvað hann er orðinn myndarlegur, yrði ekkert hissa á að sjá hann í Herra Ísland við tækifæri!! Var svo rosalega dugleg þegar við vorum búin að bera allt upp og byrjaði að taka upp úr kössum og koma dótinu fyrir, búin að vaska upp mest af leirtauginu og skrúfa saman hilluna. Ætlaði að halda áfram í dag en vaknaði í nótt alveg sárlasin svo ég ætla bara að slappa af í dag, klára að horfa á Battlestar Galactica innganginn eða myndina eða hvað á að kalla þetta og bara hafa það eins gott og ég get í nýja rúminu. Á morgun þarf ég nefnilega að fara á fund, skreppa í Ikea og klára að gera fínt hérna inni áður en ég fer yfir um, þoli ekki svona óreiðu!
Ef einhverjir hafa nennt að lesa þetta allt þá óska ég ykkur til hamingju, það var leiðinlegt að skrifa þetta og örugglega ennþá leiðinlegra að lesa þetta...
2 ummæli:
Mér finnst nú ekkert leiðinlegt að lesa af þér og þínum störfum gæskan, en takk samt fyrir hamingjuóskirnar, alltaf gaman að fá klapp á bakið:)
...jeij takk fyrir þetta og gaman að vita að þú fylgist vel með okkur! :) Ég er búin að skoða allar myndirnar þínar en commentaði ekkert, það kemur þegar við Gunnar skoðum saman :) Svo ættir þú nú bara að byrja að blogga svo við getum fylgst með þínu daglega lífi... ;)
Skrifa ummæli