föstudagur, nóvember 03, 2006

....í dag gerðist ég hipp og kúl og keypti mér alpahúfu, silfurpeysu og bol með dinglumdangli. Man eftir því að hafa átt blágræna alpahúfu þegar ég var krakki, lék mér oft með hana í barbí - ekki spurja hvernig ég setti saman barbí og alpahúfu, ætli hún hafi ekki verið motta eða hjónarúm! Allaveganna fannst mér hún alveg hroðalega ljót og skildi ekki afhverju nokkrum manni datt í hug að láta mig ganga með þenna hroðbjóð. Er sem sagt komin í 180 gráður við barnið í sjálfri mér. Kannski ágætt, get víst ekki verið barn að eilífu...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehe, ég held ég munir reyndar eftir þér með þessa alpahúfu,,, svolítið spes svona....
Annars þótti þetta náttúrulega algjört "hit" þegar Skólalúðrasveit Seyðisfjarðar skellti svörtum alpahúfum á kollinn og gerði garðinn frægan eins og allir muna.... hmmm

gummo sagði...

Jesús Evert minn á ekkert að fara að setja þessa lúðrasveit á hilluna?? Geeeeeeek. En þú miss alpahúf...til lukku með lífið ; ) og takk fyrir mailið

Nafnlaus sagði...

GyðaGyðaGyða!

Skólalúðarasveitin fer aldrei á hilluna.
Þetta er bara einum of kúl til þess. Tala nú ekki um eftir að við fengum hvítar grifflur í bland við svörtu alpahúfuna og eldrauðu peysuna merkta sveitinni.

ó those were the days....