...jæja krakkakúlurnar mínar, tölvan ákvað að leyfa mér að komast á netið. Greinilega hætt í fríi og komin á fullt. Varð mjög ánægð þegar ég komst inn og gat byrjað að hanga á netinu og þurfa ekki bara að horfa á vegg! ;)
Bústaðarferðin var æði, bara svo þið vitið það útlendingarnir ykkar. Fórum obbossla oft í pottinn, ég eldaði lasagna, við drukkum bjór, ég tók verkjatöflur var nefnilega lasin líka. Svo var farið í buzz og singstar, rúntað á Gullfoss og Geysi, drukkið meiri bjór, lagt sig, bakað, drukkið ennþá meira, spjallað, grillað, borðað nammi og snakk og ég veit ekki hvað og hvað. Held að það eina sem hafi gleymst var að skrifa í gestabókina!!
Helgina eftir átti svo að slappa af en endaði með heljar djammi, fer nú að verða hundleið á þessum djömmum en það er alltaf svo mikið um að vera. Reyndar var ekkert um að vera á föstudagskvöldinu. mig bara langaði svo á kaffihús þannig að við Gunnar og Neddi fórum á Dillon og ætluðum í einn bjór en það endaði með 4 plús rauðvíni plús pizzu!!!! Laugardagur átti að fara í afslöppun en þá fékk mr.G símtal og var spurður hvort hann hefði ekki fengið sms með boði í halloween-partý. Hann hafði ekki fengið það svo við skelltum okkur í partý með Maríu mey, djöfladýrkanda, afríkubúa, pari úr apaplánetunni, boxara og ég veit ekki hvað og hvað. Við vorum bara íslendingar ekki um neitt annað að velja þegar maður hefur bara 2 tíma áður en partýið hefst. Þetta endaði með bæjarferð og pöbbasetu fram á morgun og nánast dauða á leiðinni heim sökum fimbulkulda. Mr.G var sem betur fer heima og ég gat hlýað mér hjá honum. Fékk að vita að það hefði verið mun betra að vakna hjá mér en að vakna við að ísmoli skriði upp í!
Well, er farin að tala við roomie-ana mína og drekka te...
2 ummæli:
Hey hey mikið er ég glöð að eplastelparn er risin úr rekkjunni...hef ég eitt blogg í viðbót að fylgjast með.....ikke?
Þ.e. ef netið kemst í lag heima hjá mér!!!!!
Ohh, hvað ég hefði verið til í bústaðarferð... væri reyndar alveg til í að skella mér í bústað með allt á kafi í snjó, með skafl á hausnum að drekka bjór :)
Skrifa ummæli