mánudagur, mars 13, 2006

...ein af mínum allra bestu vinkonum á afmæli í dag og er hvorki meira né minna en 25 ára kerlingin sú. Hjartanlega til hamingju með daginn elsku Maddan mín, loksins ertu orðin fullorðin og fyndin! ;) Í tilefni af þessum merka áfanga skelltum við tvær okkur aðeins út á lífið á föstudaginn, ég var samt frekar stillt, passaði mig að fá mér mjög vel í aðra stóru tánna en hafa hina tóma svo allt færi vel fram sem það og gerði. Var ekkert þunn á laugardaginn nema þegar ég fór upp í ökutæki, þá leið mér hörmulega og varð óglatt og alveg ómöguleg öllsömul, ekki gaman af því en ég ætla ekki að kvarta hefði getað verið verra.

Varð fyrir asnalegu óhappi í gær, stóð upp í rúminu til að opna gluggann og þegar ég ætlaði að láta mig detta mjúklega niður á rassinn aftur misreiknaði ég mig eitthvað og meiddi mig í hægri rasskinninni. Það var svo vont að ég fékk næstum tár í augun og ákvað að sofa lengur til að finna ekki fyrir þessu. Haltraði svo út um allt og var alveg ómöguleg en er miklu betri í dag, finn bara fyrir þessu ef ég tek mjög undarlega og snögga snúninga.

Annars er mér boðið í 2 partý næstu helgi og ég sem ætlaði bara að vera róleg. Kannski ein djamm helgi áður en það verða teknar nokkrar mjög rólegar. Á föstudaginn er partý hjá Finni og mér skilst að bara allir séu velkomnir og á laugardaginn ætlar Gyða að halda sing-star partý þar sem flest allir verða rólegir en ákaflega glaðir og skemmtilegir. Ég mæti amk þangað og verð ef til vill rosalega villt og tek með mér 1 bjór! ;)

Er alveg að deyja úr hungri núna, er á tærfljótandi fæði þangað til á morgun út af þessari ristilspeglun. Má bara borða tærar súpur, vatn, te, powerade og eplasafa og ekkert af þessu stoppar lengi í systeminu þegar það er ekkert annað í maganum. Verð bara að fara snemma að sofa og ef ég get ekki sofnað er ég viss um að það líður yfir mig af hungri svo það kemur kannski niður á það sama...

2 ummæli:

Magdalena sagði...

Takk fyrir kveðjuna snúllan mín *kossar*

Þetta var sveitt djamm hjá okkur á föstudaginn,hehe! Trúi ekki að ég sé að fara að missa af SingStar partýi... spurning um að stinga af heim úr bústaðnum á laugardeginum og mæta ;)

Sirrý Jóns sagði...

...held að það sé það eina rétta sem hægt er að gera í þessari aðstöðu... ;)