laugardagur, september 16, 2006

...gleðifréttir, tja amk fyrir mig, tveir á heimilinu búin að vera fárveik en ekki ég!! Varð svoldið slöpp og aum og var þessvegna heima en varð ekkert veik. *jeijhúúú* Þannig að það hefur ekkert gerst nema hóst og gubb og kvart og kvein á þessu heimili síðustu vikuna. Síðustu helgi fékk ég reyndar boðsmiða á hausttónleika Harðar Torfa. Við Klemens sátum bara með rauðvínsglös yfir Stuart litla og höfðum það voðalega næs þegar kallið kom, glitur var sett á augun og varalitur á munn og svo bara spænt af stað. Hef reyndar aldrei hlustað neitt á Hörð Torfa en varð mjög ánægð með þessa tónleika og skemmti mér mjög vel.

Dagurinn í dag bíður upp á ótalmargt, td verslunarferð í Ikea og Bónus og svo einhverja snúninga, matarboð, sing-star, 90' tjútt og ég veit ekki hvað og hvað. Ætla að fara rólega í hvítvínið, hef komist að því að það fer ekki vel í magann á mér í miklu mæli. Ekki gaman að kasta upp á miðju djammi...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

nýtt blogg, hitt bilaði
www.blog.central.is/theheadelf_

gummo sagði...

Jæja krúttan mín, á að sofa flutningana mína af sér eða....það væri nú gaman að sjá framan í þig áður en ég hoppa í flug, eftir 3 daga.....be seeing ya ; )