...betra rúm, betri draumar. Eða það vona ég alla veganna! Splæstum á eitt queen size amerískt rúm í Svefn og heilsu áðan og flatmaga núna á því. Það er aðeins hærra en ég hélt, amk er það miklu hærra en rúmið sem ég skoðaði í búðinni svo ég get örugglega teygt mig alveg upp í loft þó ég liggji á bakinu! ;) Er mest hrædd um að vakna einhverntímann úti í glugga því það nær næstum því upp að gluggakistunni. Það var reyndar alveg kominn tími á að eyða í þetta því hitt rúmið var alveg að gefa sig sbr. blogg frá ekki svo ýkja löngu síðan þar sem þið voruð frædd um afturlappaleysið og allt það. Ég er svo himinlifandi yfir nýja rúminu að ég hef ákveðið að liggja í því í allt kvöld, þó að ég sé eina heim, og stelpast í staðinn fyrir að fara í partý. Að stelpast þýðir að ég ætla að skoða Cosmopolitan, Elle og Marie Claire, lesa make-up blöðin mín og horfa á Singing in the Rain sem ég fann á dvd útsölunni í Nexus (allir þangað, 3 dvd á 2499 ódýrara en í Bónus) ;) Er búin að dreyma um að eignast þessa mynd í mörg ár og var ekki lítið ánægð þegar ég rak augun í hana þegar ég var að bíða eftir að Gunnar væri búinn að gera upp. Ég sem var ekki einu sinni að skoða þetta bara eitthvað að glápa!
Eyddi peningum í dag og í gær og hef þar af leiðandi sett kortið mitt ofan í krukku svo það fari ekki með í bæinn á næstunni. Í gær var Ikea og svoleiðis snatt með Klemensi og Gyðu og auðvitað þurfti mín að splæsa í ruslafötu, bastkörfur og skápahengji til að geyma skóna mína í. Í dag var Herdísar-hittingur og varð Kringlan fyrir valinu því að það var svo mikill úði úti. Þar þurfti ég að spandera í ógeðslega flott lág rauð "ég er lítil og langar að hoppa í polla" stígvél, bláa og gyllta tösku til að henda íþróttadótinu ofan í og ógó flottan sailor-bol sem mig var búið að dreyma lengi um í Vero Moda. Ætla aldrei aftur með Herdísi á staði þar sem er hægt að eyða peningum. Held að næst verði það göngutúr út að Gróttuvita sem verði fyrir valinu!! Held að það sé amk ekki ennþú búið að opna sjoppu þar...
2 ummæli:
Uss held það sé best að ég taki krukkuna bara heim til mín...
...er að læra sjálfstjórn, kortið ennþá í krukkunni góðu ásamt nammipoka sem á að duga leeeeeengi... :)
Skrifa ummæli