...sit hérna á nýja fína Ikea púðanum mínum, fyrir aftan ekki alveg eins fína rúmið okkar og bíð eftir að græni góði maskinn minn verði búinn að vera nógu lengi á smettinu á mér. Þá ætla ég nefnilega að fara að sofa! :) Fór í Ikea áðan og keypti helling, rúmföt, lampa, vasa, púðann góða, mini straubretti og þvottkörfu handa Boga og ekki má gleyma ljósaperunum svo að nýju lamparir (voru sko 2 í pakka) fái að njóta sín. Skellti nýju rúmfötunum í þvottavélina svo ég geti hennt þeim á rúmið við fyrsta tækifæri. Svaf reyndar óvart rúmfatalaust í nótt, sofnaði nefnilega í öllum fötunum og svaf til morguns. Veit ekki hvort Gunnar vildi ekki eða nennti ekki að vekja mig og ég nenni ekki að spurja hann! :)
Annars verður skemmtilegur dagur á morgunn, er að fara til meltingarsérfræðings. Hljómar ekki skemmtilega en það er allt skemmtilegra en verkurinn sem ég er alltaf með í maganum þar sem botnlanginn var. Verð víst að vera þolinmóð og vera viðbúin að það taki einhverja mánuði að komast að hvað þetta er *gubb gubb ég nenni því ekki!
Þá er það þvottur upp á snúru og ólívur ofan í maga og svo maski af andliti. Púff fullt að gera fyrir svefninn góða...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli