þriðjudagur, maí 23, 2006
...fór til læknis í morgun því hóstinn og allt það sem ég fékk sýklalyf við í endaðan apríl er komið aftur og mun verra. Lenti hjá vægast sagt ömurlegum lækni, um leið og hann opnaði hurðina hugsaði ég "ég trúi ekki að ég lendi hjá honum!!" Hann var hokinn og dauður til augnanna og þegar hann tók í höndina á mér var hún lin og þvöl. Hann er ungur en samt hokinn og einhvernveginn hægur og hann hafði engann áhuga á að hlusa á hvað ég var að segja. Þegar ég var svo að reyna að komast að hverju hann hefði komist að með að hlusta lungun og skoða hálsinn gat hann varla svarað því. Tókst samt að draga upp úr honum að sýklalyfin væru fyrir hálsinn. Hálsinn?!?!?! Mér sem er alveg hroðalega illt í lungunum! Hefði þá amk getað ropað upp úr sér einhverri hugsanlegri skýringu eins og td að ég væri með sýkingu í hálsinum sem hefði þessi áhrif en nei nei og aftur NEI! Ég fékk engar upplýsingar og ég var svo svekkt og sár þegar ég var búin að taka aftur í linu höndina hans og kveðja að ég fór næstum að grenja. Fór heim og kúrði mig og hóstaði svo mikið að ég ældi. Pant aldrei fara aftur til þesa læknis, sver að ef mér verður gefinn tími hjá honum þá afþakka ég...
1 ummæli:
uss og fuss... gott að það er farið að taka "mannlegan" þátt inn í inntökuprófin í læknadeildinni, þeir mega ekkki við fleirum svona
Skrifa ummæli