þriðjudagur, janúar 31, 2006
...tók þessa mynd úr albúminu hjá Möddu, fannst hún eitthvað svo sæt. Er samt ekki að deyja úr egóisma og var ekki að læra að setja inn myndir, hef bara ekki verið með neinar myndir til að setja inn áður. :)
Erum nýbúin að skila pabba út á flugvöll og núna er hann í loftinu að nálgast Egilsstaði. Leiðinlegt að hann sé farinn en gott að hann þurfti ekki að vera lengur því það þýðir að augað er í lagi. Veit bara ekki hvað ég á að borða á næstunni, orðin svo góðu vön eftir að hafa borðað úti í hádeginu, um miðjan dag og á kvöldin á meðan karlinn var hérna. Verða engar súkkulaðikökur eða endalaust flæði af kaffi á næstunni , á örugglega eftir að fara í fráhvörf og blogga um höfuðverk og niðurgang á næstunni...
5 ummæli:
Vá shit nei,nei farðu frekar að venja komur þínar aftur til mín frekar en að útlista hægðunum...muna svo súpa hjá mér hálf sjö á morgun...
...ok lofa að útlista þeim ekki en má ekki segja smá frá?? Hahaha nei nei en gott að heyra að þú ert farin að sakna mín og malsins í mér! ;) Auðvitað gleymi ég ekki súpunni og mæti kannski bara snemma...
hmm, það virðist vera eitthvað klikk með þessa mynd. Held ég þurfi að setja hana inn aftur. Reddessu eftir vinnu :)
þetta er sæt mynd....alltaf velkomin á með á kaffisúsið;)
Sirrý sæta! :)
Skrifa ummæli