þriðjudagur, júlí 04, 2006
...alveg yndisleg nótt að baki, amk ef manni finnst gaman að kasta upp þrisvar sinnum, svima, grenja og vera ógeðslega illt í höfðinu. Á milli uppkasta hef ég sofið og svitnað og svitnað og svitnað og svitnað og sofið, gægst með öðru auganu á Thundercats og Ewoks inn á milli og reynt að fá mr.G til að vakna með öllum tiltækum ráðum. Réðst meira að segja á bólu sem ég fann á honum en allt kom fyrir ekki og hann sefur eins og steinn enda er hann lasinn líka og ég bara að hugsa um sjálfa mig *skamm skamm illa kona*. Vonast til að hann verði oggu ponku pínu pons hressari í dag en í gær svo að hann komist niður í Nexus að ná í meira Star Trek, er farin að fá fráhvarfseinkenni. Hélt í gær að ég væri bara súper þunn eftir þetta mergjaða djamm á laugardaginn en í dag er ég ekki alveg viss. Auglýsi hér með eftir vitnum sem geta upplýst um hvort að þetta djamm eigi mögulega að hafa getð orsakað þriggja daga þynnku! Æj veit ekki hvað ég er að hanga uppi og blogga þegar ég á að liggja með lokuð augun og hlusta á Lion-O berjast við Monkian. Held að ég sé ekki alveg með fullri rænu...
7 ummæli:
Held að þetta djamm hafi átt skilið 1/3 dag úr þynnku en alls ekki meira - svo ég vona þið skötuhjúinn látið ykkur batna fyrir næstu átök í skemmtanalífinu :)
Varstu að drekka gin, stelpa???
...jamm var að drekka gin en verð nú venjulega ekki veik af því. Er á fullu að láta mét batna núna með súkkulaðiís því ég verð að vera góð næstu helgi þegar það er planað stelpudjamm! *púff* þessi sumur og eilífa djamm, lífið er svo erfitt...
ó þvílík eymd... held þetta sé ekki þynnka heldur Súfista fráhvarfseinkenni ;) Við ættum að geta farið að rölta þangað nú þegar við erum báðar staðsettar svo gott sem down town.
Láttu þér batna!
þúhefur bara verið með gin og klaufaveiki... ekkert til að vera að vörría abát... en annars hvenar komiði heim... ég hef partý til að skipuleggja(partý er ekki rétta orðið átveisla er betra) how many pylses do I have to buy :):):)... oooo ég hlakka svo til þegar þið verðið hér
...við komum sennilega 20.júlí, ætum amk að vera komin áður en risatónleikaveislan verður! :) Ég hlakka líka voðalega til að koma og hitta ykkur öll...
Skrifa ummæli