miðvikudagur, apríl 29, 2009

...jæja þá á ég húsið eða við auðvitað :) Gengum frá öllu á mánudaginn og byrjum vonandi að gera eitthvað um helgina. Eða Dawid byrjar vonandi því ég verð sennilega að vinna alla helgina á Skaftfelli vegna blakmótsins. Þarf reyndar að skoppa yfir og taka nokkrar before myndir áður en við hefjumst handa svona til að hræða fólk aðeins. Fór yfir á mánudagskvöldið að skoða aftur eftir að ég var formlega orðin eigandi og þá fannst mér þetta ekkert vera mikið mál, eins og við ættum bara eftir að vippa þessu fram úr annari erminni! :) Þetta er mjög spennandi og gaman og ég skoða allar auglýsingar vel og vandlega ef þar skildi leynast eitthvað sem okkur vantaði á góðu verði. Hef líka gerst sérlegur aðdáandi heimasíðna fyrirtækja eins og Byko, húsasmiðjunnar, Ikea og Rúmfatalagersins og skoða þær örugglega á hverjum degi. Svo nú er bara að fara að rífa, pússa, sparsla, mála og leggja gólefni, hengja upp og þrífa og svo bara flytja inn...vonandi í júní.

Og Madda og Móa og allir vinir sem vilja leggja leið sína í fjörðinn fagra er velkomið að tala við okkur um gistingu...ég er nú með 4 svefnherbergi...

3 ummæli:

móa sagði...

takk og ég hlakka svo til að sjá myndir:)

Auður Ösp sagði...

En ef að ég skyldi eiga leið hjá og segjum, ekki rata heim eða verða veðurtept.....eða þá bara að það sé ennþá mann fýla síðan að 15 karlar gista í húsinu mínu....er ég þá ekki velkomin til þín
????

Þetta kalla ég kynþáttahatur og fordóma.....bara vegna þess að ég er Seyðfirðingur....

Sirrý Jóns sagði...

...Auður ef þetta gerist máttu alveg leggja þig hjá okkur...ég lofa :)