miðvikudagur, september 17, 2008

...er eitthvað hálf þung í hausnum í dag, kannski því ég hef sofið alltof mikið. Var bara eitthvað svo þreytt í gær að ég fór að sofa fyrir allar aldir og vaknaði ekki fyrr en í hádeginu. Svefnpurka!! Er í vinnunni að dúlla mér, búin að gera allt sem ég þarf að gera og núna bara að sitja og vera hérna til klukkan 16, svara í símann og svona. Alltaf rólegt á miðvikudögum. Fór til Egilsstaða í fyrradag að láta minnka gríska hringinn minn, hann var nr 52 en ég læt minnka hann í 49, vissi að ég væri með litla putta en váví!! Nú verður Dawid bara að muna þetta númer svona ef hann skildi vilja kaupa einhvern alveg sérstakan hring á baugfingur vinstri handar!!! :P Maður má láta sig dreyma!

Er alltaf á leiðinni í morgungöngu en veðrið er ekki á sama máli, í dag var brjálað rok svo ég nennti ekki, miklu betra að kúra með tvær sængur. Um daginn var alltaf rigning en þegar góða veðrið var fann ég mér eitthvað annað að gera. Týpískar afsakanir alltaf hreint. Mig langar bara svo í slikkerí og feitan mat þessa dagana. Held ég sé á feita staðnum í tíðarhringnum...

Engin ummæli: