föstudagur, september 12, 2008

...þá er ég næstum búin að vinna 2 vikur á heisugæslunni og allt gengur bara vel. Byrjaði að vera ein í gær og það hefur bara gengið eins og í sögu. Hef samt ekkert svo mikið að gera því ég er ekki komin inn í allt en það kemur auðvitað bara smá saman. Í dag var ég að læra nýtt sem ég get dundað mér við á næstunni! :)

Svo er ég auðvitað flutt inn á nr.10 með megnið af hafurtaskinu mínu. Ennþá föt og drasl á nr 3 ogbækur og eitthvað smádót í bílskúrnum hjá Óla því við eigum engar hillur ennþá en vona að við fjárfestum í svoleiðis á næstu mánuðum. Ætla bara að byrja á að kaupa meira áríðandi hluti eins og eldhúsborð. Mamma hjálpaði mér heilmikið um daginn, ég reif upp úr kössum og hún vaskaði upp, hefði aldrei verið svona snögg að þessu án hennar. Svo er ég með stóra fatahrúgu á stofugólfinu sem þarf að koma inn í skáp, eitthvað á reyndar að fara til Rauða krossins. Er kominn með stórann kassa handa Rauða krossinum og ætla að losa mig við meira. Það er erfitt að losa sig við sum af þessum fötum því ég bindst miklum tilfinningaböndum við öll fötin mín, man hluti sem ég erði í þeim og með hverjum og hvar, hvað þau kostuðu, hvar ég keypti þau og hver var með mér og stundum hugarástandið sem ég var í. En hvað á ég að gera við alltof lítil föt? Reyni að hugsa um hvað það sé gott að leyfa öðrum að njóta þeirra. Þó ég vonist til að grennast eitthvað langar mig ekki að verða hrikalega horuð aftur, fallegra að vera hraustlegur og grannur en að detta í sundur úr hori. Er ekki viss um að mig langi aftur að passa í föt nr 32...

2 ummæli:

guðlaug sagði...

gottmeððig

Nafnlaus sagði...

gott að heyra :D