föstudagur, október 31, 2008

...þá er mín bara búin að vera að vinna allan daginn þessa vikuna meðan Birna sólar sig á Madeira með mömmu og pabba og fríðu föruneyti. Það hefur bara verið fínt en í dag er ég svolítið þreytt. Ekki vön að vakna svona snemma marga daga í röð og að vinna 8 tíma en þetta mundi sennilega venjast mjög vel ef ég þyrfti á því að halda. Í næstu viku verð ég líka allan daginn á mánudag og þriðjudag en svo tekur Birna aftur við sínum helming á miðvikudaginn. Held ég hafi bara staðið mig vel og ekki lent í neinum stórum áföllum enn sem komið er.

Síðustu helgi ætlaði ég að vera svo róleg og stillt og góða stelpan en í staðin var ég sóða stelpan sem varð blindfull!! Drakk ekki nema 1 glas af sterku og 4 bjóra allt kvöldið og fram á nótt og ég varð svona hauga drukkin. Meira að segja verð að segja það, með skömmustulegum tón, að ég ældi þegar ég kom heim og það gerist nú ekki oft. Núna á laugardaginn er starfsmannaferð til Egilsstaða og ég er að hugsa um að skella mér með. Ætla samt ekki að vera svona full aftur, vill ekki verða mér til skammar innan um samstarfsfólkið. Létt kenderí og ekkert meira. Hef líka áhyggjur af því að Dawid sparki mér í sófann ef ég kem aftur í svona ástandi heim. Ég meina afhverju ætti hann ekki að gera það? Ég gerði það við hann!

Núna eru afruglaramálin hjá okkur loksins að komast í lag. Hann bilaði 1. september og ég er búin að hringja trekk í trekk og enginn veit neitt um neitt þarna hjá Símanum. Verða alltaf jafn hissa, sjá að ég hef verið að hringja en enginn hefur fyrir því að senda beiðnirnar. Undanfarið hef ég hringt mjög þétt því ég vil fá afruglarann í lag svo ég geti nýtt mér + stöðvarnar og vod-ið þó ég vilji ekki hafa skjáheim eða hvað þetta heitir hjá þeim. Hef líka verið að rífast í að fá reikninga niðurfellda því ég kæri mig ekki um að borga þjónustu sem ég nýt ekki og sem ég var líka búin að segja upp. Mamma segir að ég sé frekja og brosir í laumi af mér. Held að hún sé bara ánægð með stelpuna.

Auður litla lipurtá er líka komin aftur í fjörðinn í nokkra daga. Gafst upp á undarlegum og ótalandi frökkum og ákvað að sjá til þess að ég fengi eitthvað gott að borða í staðinn. Flýgur svo sennilega af stað til Dojtslands eftir 2 vikur til að leita að nýjum (og vonandi skemmtilegri) ævintýrum. Gaman að fá hana heim í smá stund en gott að hún lætur ekki bugast þrátt fyrir smá mótvind. Ekki það að ég sé mikill aðdáandi au-pair starfsins. Það er bara vinna eins og önnur vinna og það illa borguð eða var það amk þegar ég var. Auðvitað var oft gaman og ég lærði nýtt tungumál og að þekkja sjálfa mig betur og að standa aðeins á eigin fótum en ég er bara ekki þessi barnagæla sem nýtur þess að skeina og þurrka ælu og mata og allt sem fylgir þessu. Ég gerði þetta vel og samviksusamlega því þetta var vinnan mín...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta :) verðum að fara heyrast :) kv.Kle ið