fimmtudagur, júlí 10, 2008

...ég er að verða vitlaus á þessari þoku og ég finn þessa litlu brúnku sem ég hef fengið dofna smám saman!! Það var akkúrat sumarið sem mig langaði að fá smá lit að það er bara þoka hérna, alveg pikkföst í logninu og uppi við skíðaskála byrjar sólin að skína. Fuglarnir láta sig samt ekki vanta og syngja alveg á fullu. Ég ætla líka að borða fugl á morgun, svartfugl. Dawid misskildi eitthvað og hélt að við ætluðum að borða hrafn - hahaha!! Bara að skella einum krumma í pott. En mér tókst að útskýra þetta aðeins betur og nú er hann bara stressaður en ekki fullur af viðbjóði! Ég er líka farin að læra pólsku og skemmti mér vel við það, keypti diska frá Eurotalk og get alveg mælt með þeim, allt voðalega skemmtilegt og fást í Office1. Dawid heldur samt alltaf að ég sé að gera grín af honum því hann segir að ég sé með rússneskan hreim en ég er ekkert að reyna það - ég sver það!!! Ætla að reyna að klára þennan disk áður en ég fer í fríið og svo get ég keypt framhald þegar ég kem heim. Bara gaman að vera að læra eitthvað, ætli þetta sé metið upp í stúdentspróf *hux*?

Er ekki ennþá komin í myndaham, algjör lúði ég veit! En fyrir þá sem vilja sjá myndir frá liðinni helgi setti Auður Ösp inn myndir á picasasíðuna sína. Fullt af fólki á öllum aldri þar sem þau systkinin voru öll með einhverja gesti. Ætli ég hafi verið aldursforsetinn...

Engin ummæli: