föstudagur, janúar 16, 2009

...ég er eitthvað andlaus í dag, finnst ég þreytt og slitin og ósofin. Gæti hugsanlega verið vegna þess að við Dawid sátum og spjölluðum og dreyptum á viskíi og líkjör langt fram á nótt. Enda planið hjá okkur báðum að leggja okkur þegar við komum heim.

Dawid setti loksins saman crosstrainerinn sem ég keypti mér, eða við settum hann saman því ég hjálpaði! :) Svo núna hef ég enga afsökun fyrir að hreyfa mig ekki. Hef ekki farið í yoga síðan fyrir jól en það er von á betrun því í næstu viku fer ég sama hvað tautar og raular, það gengur bara ekki lengur að letipussast yfir einhverju sem mér finnst í alvörunni skemmtilegt!!

Svo pantaði ég mér stofugardínur, eldhúsljós, lesljós og skógrind í síðustu viku og þetta er komið svo nú þarf Dawid að taka upp borinn og koma þessu á sinn stað. Þarf að stytta gardínurnar og ég ætla að blikka Lillu frænku til að gera það fyrir mig eftir helgina.

Svo er bara afmælið hennar Röggu um helgina, það verður þvílíkt fínerí þar og örugglega alveg rosalega gaman, við mætum amk hress og kát og stingum seðli í baukinn hennar. Hún er að safna sér fyrir nýju og flottu rúmi stelpan. Mér finnst þetta rosalega sniðugt að vera bara með bauk til að safna fyrir einhverju sérstöku því þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af að finna eitthvað!!! ;)

Svo er konukvöld hjá versluninni Prýði á mánudaginn og við Gulla og örugglega mömmur okkar ætlum að kíkja við. Svo er bara Þorrablót, ein fríhelgi og svo skellum við okkur til Reykjavíkur. Dawid þarf að fara í myndatöku á kjálkanum og við verðum heila helgi að dúlla okkur, erum með íbúð og ætlum kannski að leigja bíl.

Það er bara allt að gerast hérna...

Engin ummæli: