mánudagur, febrúar 23, 2009

...ég gerði ekkert um helgina, ekkert punktur. Ég fór ekki í bollur til mömmu, ekki í pizzu til Beatu og Piotrs, fór ekki á Láruna, hitti Guðlaugu og Örnu ekki og keypti mér ekki nammi. Slök helgi? Nei þetta var bara ágætis helgi. Á föstudaginn fór ég reyndar í súpuklúbb til Ingu og Mæju og skemmti mér mjög vel. Lofaði að mæta, var svo ekki að nenna en Dawid skammaði mig fyrir að segja alltaf ætla að gera eitthvað en skipta svo um skoðun svo ég skellti mér og sé ekki eftir því. Súpan var svo góð að ég ætla að fá uppskriftina, í eftirrétt var alvöru súkkulaðifrauð og í eftir-eftirrétt voru ostar og vínber og sulta og spjallið og hláturinn sem fylgdi þessu öllu saman var alveg endurnærandi. Kom amk mjög glöð og ánægð heim um ellefuleytið.

Í dag er svo bolludagur og ég stefni hraðbyri að því að verða kosin ungfrú Bolla hjá HSA 2009! :D Er búin með 3 og eina fiskibollu og er á leiðinni í þessum skrifuðu orðum niður að ná í fleiri bollur. Lárus segir að ef ég haldi svona áfram í sætabrauðinu (er búin að vera dugleg undanfarið að fara niður og ná mér í bita *uss ekki segja frá*) verði ég orðin eins og kjötbolla eftir 5 ár. Ég er ekki alveg sammála því ég hef misst um 5 kg síðan ég byrjaði að vinna hérna en við sjáum hvernig þetta fer. Einhver veðmál...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ef þú þarft alltaf að fara niður að ná í bollurnar, þá brenniru fullt í tröppunum og þarft ekkert að spá í aukakílóin;) knús móa