fimmtudagur, júní 12, 2008


...nokkrar myndir frá ferðinni okkar Dawids til Akureyrar um páskana. Ákváðum að taka nokkrar túristalega myndir, risa snjókarlinn á torginu...


...Dawid og víkingurinn í göngugötunni...

...Dawid á Bautanum í hádegismat, fór með hann þangað því það er svo ekta Akureyrskt...

...aðeins að unglingast við Goðafoss á leiðinni heim...

...með sólina í augunum...


...já kannski loksins komin með myndadellu. Einhverjir örugglega glaðir yfir þessu, það er alltaf verið að skamma mig fyrir að hafa engar myndir og engin albúm en ég er að reyna að bæta þetta. Þessvegna er ég með myndavélina í töskunni öllum stundum núna. Gleymi að vísu oft að nota hana en heij batnandi fólki er best að lifa!! :) Ætla þessvegna að drífa mig að gera albúm á morgun þegar ég kemst í tölvu sem er ekki með allt merkilegt á pólsku eins og td picasaweb osfrv. Frekar pirrandi, tókst samt einhvernveginn að láta Dawid samþyggja að leyfa mér að setja svona takka svo það sé auðvelt að skipta um tungumál á lyklaborðinu og mér tókst það þó allt sé á pólsku. Já er svakalega klár! ;) Ok myndir á morgun en halda áfram að sofa núna...

Engin ummæli: