laugardagur, júní 07, 2008

...allt alveg jafn frábært og venjulega fyrir utan smá pirringskast um daginn sem tók ekki langa stund.Viðerum bara bæði svo þver að það er engu líkt. Dawid er alveg eins og ég, bara með typpi! Keyptum miðana til Grikklands í fyrradag og förum af stað 5.ágúst til Rvk og svo til Köben, verðum þar yfir nótt og svo eldsnemma morguninn 6. förum við til Aþenu!!! :) Ahhhh 3 vikur í sól og sumaryl, að kynnast nýju fólki, hitta fjölskyldur og vini og vera mállaus. Eini maðurinn sem ég get tala við á mínu máli verður Patryk sem er 11 ára! En omg hvað ég er spennt, Aþena og það með manni sem ratar um og talar tungumálið og ég er hrifin af ;) getur varla orðið betra.

Svoo er auðvita Köben með mömmu, Siggu frænku og Jónu Valdísi 25.júlí til 1.ágúst, dríf mig bara heim, ríf upp úr töskunum, þvæ, þurrka og brýt saman og svo fjúffff aftur til útlanda. En nóg um þetta. Er farin að drekka ennþá meira kaffi, við Gúllas erum búnar að vera á þambinu síðan klukkan 13...

Engin ummæli: