miðvikudagur, maí 21, 2008
...lífið er eitthvað svo yndislegt þessa dagana. Ég er svo hamingjusöm og dagarnir bara fljúga áfram. Ég er eitthvað svo sátt við allt og alla og elska allt, blóm og brum, vini og vandamenn, sólina og skýin. Samt hef ég ekkert verið að gera neitt sérstakt af mér. Held bara að þetta hrikalega þunglyndi og kvíði sem hefur hrjáð mig í alltof mörg ár sé loksins að sleppa takinu aðeins af mér og leyfa mér að vera ég sjálf...og ég er svo glöð! Fyrir ári síðan hefði ég td ekki tekið að mér jafn krefjandi hlutverk eins og að vera með í leikriti og ég verð að viðurkenna að stundum þurfti ég aðeins að strita til að komast af stað á æfingar en vá hvað þetta hefur gefið mér mikið. Svo er það yogað sem ég ætla að vona að haldi áfram næsta haust og mínir yndislegu vinir hérna sem eru alltaf svo hressir og kátir og góðir og glaðværir og jákvæðir og skemmtilegir. Vinir mínir fyrir sunnan eru alls ekkert verri en allt er í svo miklu meiri skorðum fyrir sunnan, allt svo langt og erfitt og ég er bara komin með leið á því. Hlakka samt alveg voðalega til að kíkja suður í júní, ekki gaman að taka saman dótið en ég er sátt við ákvörðunina að vera á Seyðisfirði í vetur, rækta nýja sambandið mitt og heilsuna og þjálfa heilann aðeins með fjarnámi og ef allt gengur eins og í sögu ætla ég meira að segja að byrja að vinna! :) Ég hlakka til að kíkja á smá pöbbarölt, hitta góða vini (vonandi sem flesta), fara á Madonna og bara aðeins að túristast og sjá borgina með augunum hans Dawids sem hefur bara verið í Rvk eina nótt. Svo er það þetta yndislega sumar sem er alveg að verða tilbúið, allt að springa út og hitatölurnar að hækka. Það þýðir bara að það styttist í road-trip um Ísland með vel völdu fólki, ferð til Danmerkur og svo síðast en ekki síst 3ja vikna ferð til Grikklands þar sem ég verð algjörlega mállaus útlendingur því ég tala víst hvorki pólsku né grísku. OMG ég verð að þegja í 3 vikur og vera prúð og kinka kolli og brosa og koma vel fyrir...
1 ummæli:
ohh, thu ert svo mikid krutt =) thad er alltaf best ad vera a Seydisfirdi tho svo min se ad fara ad flua land =) (djofullinn er samt pirrandi ad skrifa a polskt lyklabord!!)
Skrifa ummæli