...ég fékk spennufall í gærkvöldi! Dótið frá Ikea kom og við Guðlaug settum það saman í einum kvelli. Ég var eins og lítill krakki á jólunum þetta var svo gaman og spennandi. Ég sagði Dawid ekkert frá þessu því ég vildi koma honum á óvart þegar hann kæmi örþreyttur heim úr vinnunni. Hann var svakalega glaður og ánægður, bæði að dótið væri komið svona flljótt og að þurfa ekki að setja það saman. Svo fengum við gefins sófasett líka, Ragga hringdi í mig á laugardaginn og spurði hvort okkur vantaði ekki sett því Dísa Dögg væri að fá nýjan og hún vildi helst ekki henda þeim gamla. Við vorum fljót að stökkva á það og okkur var alveg sama hvort hann væri ljótur eða flottur ef það væri bara hægt að sitja í honum. Dawid og Piotr náðu í hann í gærkvöldi og núna er þetta fína '80 sófasett í stofunni hjá okkur. Ég breyddi reyndar teppi yfir þá því þeir eru græn/brúnir með blómamunstri. Svo náði ég í lampafæturnar sem foreldrar mínir höfðu í svefnherberginu sínu fyrir mörgum árum og skellti á þá nýjum skermum og voila rosaflottir. Svo núna á ég bara rosalega fínt heimili. :) Þarf að taka myndir og setja inn á netið þegar ég er líka búin að setja upp fleiri myndir og fínisera aðeins meira.
Ó ég er svo happí oooo...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli