fimmtudagur, júlí 03, 2008

...það var eitthvað diskó síðustu helgi en ég komst ekki inn á það, var of sein því ég stoppaði á Lárunni. Er svo sem alveg sama en hefði verið gaman að kíkja. Þessa helgi er svo Gulla ein heima svo við unglingumst örugglega eitthvað þar bara, amk á föstudagskvöldið. Ef veðurspáin er góð fyrir sunnudaginn ætla ég að vera góð á laugardaginn svo ég geti verið með Dawid í anda þegar hann málar þakskyggnið fyrir pabba og mömmu.

Síðasta þriðjudag skruppum við Arna til Akureyrar yfir daginn. Það var mjög skemmtileg ferð og fljót að líða þar sem mikið af einkahúmor varð til. Ég er líka ánægð með nýja Glerártorgið, núna er amk eitthvað varið í að fara þangað og ef ég væri ekki að fara til Dk eftir 3 vikur hefði ég keypt mér alveg helling af ónauðsynlegu drasleríi.

Svo kom Gullan loksins aftur heim úr fjölskylduferðinn til Uk. Held hún hafi skemmt sér mjög vel og keypti sér fullt af fallegum fötum og dótaríi. Svo fékk ég fínan pakka frá henni sem var ekkert slor, armband, hálsmen, vaselín með sólarvörn (óskaði sérstaklega eftir því) og símaskraut með elskunni minni henni Tinkerbell úr Pétri Pan. Alveg í stíl við inniskóna frá Klemensi og sokkana frá Gyðu...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

*riiing* brytjaðu fyrir mig matinn!!
:D